Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 93

Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 93
leyti mikil framför, en í aðalatriði er þó afturför. Mannlífið er þjáðara en apalífið, mennirnir kveljast og kvelja svo miklu meir en aparnir, framvindan hefir verið í Vítisáttina, misklíð og slysni vaxandi. Og þar sem svo fer fram, er stefnt til glötunar. Hverfa fyrst hinar fullkomnustu lífmyndir, þær sem erfiðast áttu með að skapast; en þær lífmyndir magnast helst og þola best, sem hæfastar eru til að lifa á því að kvelja lífið úr öðrum eða spilla lífi annara. (The survival of the fittest, in a hell, means the survival of the fittest for hell). En þó fer svo, að allt líf líður undir lok á slíkum hnetti, eftir mjög svívirðilega hnignunarsögu. Hinn magnandi kraftur hverfur, eigi einungis frá hinum lifandi verum á slíkum hnetti, heldur einnig frá hinni líflausu náttúru. Framvinduna, þar sem þannig er að hrapa, mætti kalla devolution. Jafnvel efniseindirnar, ódeilin, leysast sundur, en hinn losnandi kraftur kemur ef til vill fram sem sú geislun, er nefnd er radioaktivitet, og fundin ekki alls fyrir löngu. Hjer á jörðu er að hrapa, glötunarvegur er það, sem verið er á. Lífskrafturinn er að minka á hnettinum, toppur lífsins farinn að visna. Mun þetta efni rætt verða nánar í ritgerð um framtíð mannkynsins." ,, . . . eigi eimmgis hefir hvert ódeili áhrif á allan heiminn, heldur einnig hver samögn (molecule), hvert efnasamband, hver líkami. Eigi aðeins hin mikla sól, stjórnandi hnattahverfis vors, geislar áhrifum út um allan heim, heldur má segja hið sama um ihinn minnsta hnött sólhverfisins, og hina minstu hræringu, sem í sólhverfinu á sjer stað, hvort sem hún gerist í lifandi líkama eða líflausum. Og vjer getum farið lengra en Faraday, hinn mikli uppgötvuður íleiðslurafmagnsins (electric induction), virðist hafa gert. Vjer getum sagt, að hverju þessi áhrif alls á allt miða. Hver minsta hræring, sem verður í heiminum, hver minnsta efniseind, leitast við að framleiða sjálfa sig um allan heim, breyta öllum heiminum í sig. Frá hverri veru, hinni stærstu og margbrotnustu til hinnar smæstu og einföldustu, stafa geislar, sem miða að því að framleiða sjálfa þessa veru.“ Hér höfum við kjarnann í heimsfræði dr. Helga, kenningu hans um uppruna, eðli og tilgang heimsins og lífsins. Þetta er tilgáta um það, hvernig skipulagi var komið á dautt efnið í upphafi, og er þá gert ráð fyrir, að einhverntíma hafi verið ringulreið — kaos- Er hugmynd þessi komin úr grískri heimspeki. 1 heimsmyndunarfræði sinni gerir Platon ráð fyrir heimssmið, er komi ákveðnu formi á hið formlausa efni. Er þaðan og komin hugmyndin um efnið sem ófullkomið, en það merkti hjá Platon fyrst og fremst, að vit mannsins, hugur hans, gat ekki náð tökum á því og skilið í innsta eðli sínu. En meginhugmyndin hjá dr. Helga í þessari heimsmyndunar- eða sköpunarsögu er hugmyndin um lífgeislan, sem verundur heimsins sendir frá sér og hann nær tökum á efninu með. Hann ,,magnar“ efnið þessari „geislan“, svo að það fer að haga sér á skipulagsbundinn hátt. En tilgangur verundar er að skapa líf úr dauðu efninu með lífsorku sinni. Tilgátu sem þessa mætti kalla frumspekilega, því hér eru notuð hugtök, sem athugunarvísindin geta ekki starfað með. Heimspekingar hafa einatt gert ráð fyrir „æðstu veru“, sem sé einhvernveginn utan við heiminn, en eigi samt þátt í honum, hafi annaðhvort skapað 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.