Birtingur - 01.01.1957, Side 101

Birtingur - 01.01.1957, Side 101
einhvers staðar? Hvort ég hafði ekki blásið kúlur úr bleki og séð þær svífa við glugga? Hvort ég málaði bréf með svörtu bleki... Þá skildi ég að ekki var allt með felldu, furðulegt að hugsa um göngu án þess þó að vita um birtu, tíma og myrkur, en sjá óvænt penna sökkva í vatnið með skvampi, furðulegan að stærð. Minn! Penninn minn! Penninn minn var í vatninu! Lengi hafði ég þráð að sjá hann í vatni. Það var ekki að efa að hann hafði komið! Penninn minn var í vatninu. Penninn minn brotnaði á vatnsfletinum. Ég sá hann ljóslega, svo ekki var um að villast, þótt enginn pappír sæist. Og penninn minn brotnaði, hreinn í vatni að brotna að gamni. Penninn minn var að hugsa f agur og klofna í köldu vatni! Loksins var hann kominn í vatn að brotna! Ég sá hann halda áf ram að 'brotna og haf ði ekki við að uppgötva ýmis litróf; nema gnægð var af öllu sem þurfti, nægilegt og yfirfljótandi. En penninn minn brotnaði. Penninn minn brotnaði á vatnsfletinum; og enginn pappír kom eða fór. Lengi hafði ég þráð að sjá pennann miim frjálsan. Penninn minn brotnaði á vatnsfletinum lengi nætur, og vonandi næsta dag, hugsaði ég; en ég vissi ekki hvort það var synd að eiga gleði einn; nema: Hve allt virtist fagurt, lengi, fram á nótt. . En þá komu síli, gul og rauð og blá, með gegnsæja sporða. Þau syntu með rykkjum og skrikkjum. Ég hugsa þau hafi verið forvitin, en þau voru ekki dónaleg þótt þau væru nakin. Þau minntu mig á Sillu er hún kallaði á hjálp fyrir nokkrum árum og átti barn. Þau minntu mig líka á barnið er það saug brjóstið (: Brjóstbrjóst í heimi, nammnamm í heimi, myrkur í heimi og smjattsmjatt. . . . og þá var það í osti, bakteríur í osti eða blindneskju þar sem hár eru skógur eða kannski ekkert; en hold er velgja eða kuldi, ó eða æ; en barnið sofnaði í heiminum og myrkrinu). Penninn minn var í vatninu — ég man það glöggt — en það var enginn pappír hjá mér. Sama var mér; en penninn minn var í vatninu; og það var bara hönd mín sem hélt. Það var hendi minni að kenna ef eitthvað var einhverju að kenna; en penninn minn brotnaði í vatnsskorpunni; en það var enginn pappír við vatnið. Sama var mér, því ástin var. . . . Augu mín, á kafi í vatninu, sáu pennann hvar hann brotnaði á vatnsfletinum. . . . og ljósin klufu hvað sem fyrir varð, tældu burt tímann með ærslum, en sögðu við mig: Við erum hérna og þú ert hérna og sílin eru hérna og vatnið, en við viljum ekki fara og viljum ekki gleyma að við vorum saman, og þess vegna getum við ekki gleymt hvert öðru. Er ég þá dauður hingað niður ? Þú ert kominn hingað, og hér er það.... hér erþað .... allt .... hér! Er það ? Já. Þá er allt í lagi: Vatn; engar messur eða hjörtu í leit að hitapokum og enginn sem biður um að fá að gráta í friði; gott; og brátt morgnar, brátt kemur dagurinn, langur, á augntaugar okkar, að flétta prelúdíur úr rauðu, gulu og bláu, leika sér — og hvernig get ég launað ykkur; eða hvort viljið þið upphrópunarmerki sem ég er með í vasanum ? — en af því okkur þykir yndi að fegurð munum við skjálfa og langa að sulla, dáldið og dáldið, í vatninu, og dáldið meira og leika, og leika okkur við sílin .... og prelódían kemur aðvífandi að strá ljósum á sjóntaugar okkar, að næra okkur, félagar, að næra okkur. . . . Þetta hafði gerst þegar Silla kom að vatninu. Ég veit ekki hvers vegna þetta gerðist, en ef til vill — og þrátt fyrir allt — af ást til lífsins, þótt ég sé lítill, kallaður maður 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.