Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 106
hlotið hið mesta lof stéttarbræðra hans og
hann raunar tekið þátt í því hrósi, þó allir,
sem séð hafa, telji sýninguna leikafrek,
og leikritið, sem um er að ræða, sé
viðurkennt verk. Hvert er nú orðið hlutverk
leikdómara? Er það bara að hampa
gamanleikjum ? Er það fólgið í því að ráða
fólki frá að sækja sýningar, sem listrænt
gildi hafa? Er það bara að skrifa eins og
fólkið vill að þeir skrifi, er það bara að láta
smekk og vilja f jöldans segja sér fyrir
verkum? Nei, ekki einu sinni það. Því á
hverri sýningu í Iðnó á verki þessu
hafa áhorfendur mjög óspart látið hrifningu
sína í Ijós. Fólki geðjast því að sýningunni,
en leikdómarinn vill ekki að það sæki hana.
Af hverju?
Þó það sé staðreynd, að f jöldi landsmanna
þekki leikritið af endurteknum flutningi í
útvarpi, skýrir hún aðeins tregðu fólks til að
sækja sýninguna í upphafi, en réttlætir
síður en svo afstöðu leikdómarans, og er
forráðamönnum Leikfélags Reykjavíkur
engan veginn til hnjóðs. Eða er ekki Gullna
hliðið sýnt á nokkurra ára fresti hér í bæ
og víðar, þó svo til allir þekki verkið ?
Og Skugga Sveinn? Og fleiri íslenzk verk, og
ýmis verk góðra höfunda, gamalla sem
nýrra, úti um allan iheim? Ekki réttlætir það
heldur viðbrögð leikdómarans, þó ásamt
með Browning-þýðingunni væri sýndur eftir
Saroyan stuttur einþáttungur, sem ekki féll
honum í geð. Þó þátturinn sé haglega
saminn er hann mjög framandi okkur
íslendingum og missir marks hjá öllum
þorra manna, en hann er ekki
aðalviðfangsefni kvöldsins, og er raunar
mikils hróss maklegur hvað sem
almenningsvinsældum líður.
Samtímis Browning-þýðingunni var í
Þjóðleikhúsinu sýndur leikur eftir Huxley,
Brosið dularfulla, þar sem Inga Þórðardóttir
og Haraldur Björnsson unnu tvö
minnisstæð leikafrek. Leikdómarar fundu
því mjög til foráttu, að heimspekilegra
vangaveltna höfundar gætti þar um of. Þar
að auki hafði höfundur g'erzt svo óvarkár
að leyna ekki morðingjanum þar til í síðasta
atriði að hætti Agötu Kristí. Útkoma:
Hugsun kom fram, það er forkastanlegt,
reyfarabragur var ekki nægur, það er líka
synd. Mig minnir þó að Guðmundur Kamban
prédiki mjög í Marmara, og kunni fólk
samt að meta hann.
Sú spurning hlýtur að vakna, hvort
leikdómarar hérlendir séu á eftir tímanum,
á eftir listamönnum, jafnvel á eftir
f jöldanum. Það er alkunna, að fleiri eru þeir
höfundar sem vilja semja alvarleg verk,
dramatísk og jafnvel tragisk, heldur en þeir,
sem helga sig léttum skemmtiverkum.
Þessir sömu höfundar neyðast þó oft til að
skrifa gamanverk sér til framdráttar-
Einnig er það alkunna, að fleiri eru þeir
leikarar, sem betur geðjast að dramatískum
hlutverlcum en hinir, sem heldur kjósa sér
gamanmál. Svo rammt kveður að þessu,
að jafnvel frá Hollívúdd, því höfuðbæli
léttmetis og hismis, berast fregnir um það,
að skemmtisöngvarar og dansmeyjar heimti
nú að fá að leika skapgerðarhlutverk. En
leikdómarar okkar eru nú alla jafna
ginnkeyptastir fyrir gamanleikjum og
försum. Þetta var nú út í hött, heldur svona.
Þá er það orðatiltækið að leikur falli, sem
nefndur leikdómari notar gáleysislega. Það
er sannarlega annað en að leikur sé ekki
sóttur. Leikur fellur, ef frumsýningargestir
taka honum illa og leikdómarar finna
honum flest til foráttu. Hvorugu var til að
90