Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 108

Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 108
segja að ófyrirsynju fengið á sig orð fyrir að vera frumherji formbyltingarmanna. Ljóðasafn hans sýnir, að slíkt er f jarri sanni. 1 fyrstu bókum hans ber nokkuð á háttleysum, en þær hafa að mestu horfið í síðari skáldskap hans. Þar eru ljóðin nær undantekningarlaust háttbundin, mörg meira að segja ort undir ströngum og erfiðum háttum. Annað mál er, að Steinn hefur að hætti góðra skálda á öllum tímum breytt hefðbundnum háttum og búið til nýja, til að uppfylla sínar sérstöku þarfir. Ljóðmál Steins og viðhorf hans til yrkisefn- isins valda áhrifum hans á yngri skáldin. Hann forðast skrúðmælgi og innantómt glamur, hjá honum eru orðin skráð á réttu gengi en ekki blásin út af verðbólgu hávaðasemi og tilfinningasvalls. Hversdagsleg orð og margþvæld orðatiltæki verða áhrifarík, vegna þess að þeim er beitt af nákvænmi. Steinn er því í rauninni ekki byltingarmaður í ljóðagerð heldur gagnbyltingarmaður, list hans táknar afturhvarf til klassískrar hófsemi og prjálleysis frá ofhlæði úrkynjaðrar rómantíkur. Það er engin tilviljun, að Steinn valdi einni bók sinni að einkunnarorðum ljóðlínur Archibald MacLeish: A poem should not mean But be. Ljóð á ekki að vera rímuð ritgerð, hlutverk skálds er ekki að setja fram rökstudd sannindi, ef svo væri myndu stærðfræðileg formúluljóð vera hámark skáldskapar. Ljóðlist, sem á nafnið skilið, tjáir það sem ekki verður sagt í óbundnu máli. Skáldið er ekki kennari heldur sjáandi og goðsagna- smiður. Það sem gerir ljóðið að ljóði er sá hluti þess, sem ekki kemur til skila, hversu rækilega sem það er skýrt í óbundnu máli. Ljóð verða ekki skilin heldi\r skynjuð. Styrkur beztu Ijóða Steins er fólginn í því, að hann segir ekki lesandanum hlutina heldur sýnir honum þá, bregður upp skýrum ljóðmyndum, eins og til dæmis í hinum magnaða Passíusálmi nr. 51. Steinn hefur lært ýmislegt af erlendum góðskáldum samtímans og samlagað það íslenzkri ljóðhefð á þann hátt, að orðið hefur yngri skáldum til fyrirmyndar. Honum er þó ekki nóg að vera skáld skáldanna, hann vill einnig vera skáld f jöldans, og harmar að sér hafi ekki tekizt það; ,,þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig“, segir hann og kallar sig annarsstaðar „forsmáð skáld að sunnan“. Hér skjátlast Steini, hann er einmitt mikils metinn meðal þeirra landa sinna, sem á annað borð láta sér títt um Ijóðagerð. Þótt hann hafi gengið í skóla hjá Eliot og Pound, ber skáldskapur hans órækan vott skyldleika við Ijeirulækjar-Fúsa og Bólu-Hjálmar. Lausavísur Steins fljúga mann frá manni og gamankvæði hans heyrast sungin á gleðimótum áður en þau sjást nokkurs staðar á prenti. Það er gikksháttur að vanþakka slíkar vinsældir. Fyndni Steins endist jafnvel til að gæða varanlegu lífi sum háðkvæðin og ádeilukvæðin, sem hann hefur ort um dægurmál liðinna ára. Meira að segja í kvæðum, sem voru misheppnuð frá upphafi, eru svo haglega mótaðar hendingar, að þær hafa festst í vitund kynslóðarinnar og eru viðhafðar af fólki, sem hefur ekki hugmynd um, hvaðan þær eru runnar. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð" er ein slík. Stundum leiðir fyndnin Stein á villigötur, hann fer að leika sér að orðunum. Þessu bregður fyrir í sumum kvæðunum úr hinni fyrri Ferð án fyrirheits, þar sem 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.