Birtingur - 01.01.1957, Síða 117

Birtingur - 01.01.1957, Síða 117
steinar, tindar, sker, vegir, lindir, tún, og öll er náttúran kvik og með sál. Allt er vafið samúð, djúp tilfinning þess að vera hluti þessa alls, finna þetta allt í sjálfum sér og sig í öllu þessu. Lindinni við veginn vorkennir hann, og með kamrinum hefur hann djúpa samúð, sem einmana er skilinn frá öðrum húsum á Hala! Ein minnisstæðasta ,,persóna“ bókarinnar er hesturinn Jarpur og allur persónuleiki hans uppteiknaður af mikilli nákvæmni: ,,Hann var alvarlegri en hinir hestarnir og hafinn yfir hrekki og kenjar og mikillæti. Hann var algerlega blátt áfram og hafði engin prinsíp. Samt var hann forframaðastur af öllum hestunum á Breiðabólstaðar- bæjunum. Hann hafði vaðið öll vötn á milli Djúpavogs og Reykjavíkur. . ..“. Örlög hans og endalok verða mikil harmsaga. — Flest dýr eiga sér vit, sem nær út fyrir vit fólksins, kýr segja til veðurs og hundar eru skyggnir. Og allt gefur þetta „kvöldvökunum á Hala meiri dýpt“. — Langur bálkur er um sauðkindur og svellin í Steinaf jalli og það olympiade, sem það var að ná þeim þaðan. Sker sjávarins vekja torráðnar gátur og spurnir í hug hans eins og allt annað, og nöfn sumra eru full myrkurs og voveifis. „Skuggi?“ Það verkaði á hann „eins og skuggavera úr öðrum heimi“. En tíðræddast verður honum um steina, og hárfín er lýsing hans á glímunni við þann ósýnilega stein, sem aldrei birtist honum, fyrr en sól var komin í hádegisstað. Hann stóð „í grjótskriðu uppi í Mosunum eins og ljósbleik hulduvera, ólíkur öllum öðrum steinum, einn sér, algerður einstæðingur. .“ „Ég vorkenndi honum“. — Sá grunur leikur á, að sumir steinar séu hingað fluttir frá Noregi og þeir fylla það skarð, sem skilur fortíð frá nútíð, en þó vissi enginn um uppruna þeirra með vissu, því að það var margt dularfullt í Suðursveit". Lýsing hans á klettunum í Steinaf jalli er ógnþrungin eins og þeir sjálfir.. Þegar hann „fór að geta keifað upp að þeim, þá var eins og þeir lifnuðu við og þeirri vissu þyrmdi yfir mig með ómótstæðilegum krafti, að þeir væru fullir af ægilega stórbrotnu lífi. Ég skildi ekki, hvers konar líf það var, en ég fann, að það var líf, og þetta líf var svo magnþrungið, að það dró úr mér mátt, þegar ég horfði upp til þeirra“. Lengi mætti enn skoða perlur þessarar bókar, en nú skal staðar numið. „Yndisleg bók“, segja sumir, að lestri hennar loknum. „Til hvers skrifa menn svona bækur?“ spyrja aðrir. Þ. Þ. hefur trúverðuglega orðið við þeirri ósk heimspekingsins Thoreau, sem hann ber fram við þá, er skrifa bækur — að þeir leggi fram að veði sína eigin sál og persónu fyrir sannleiksgildi þess, sem þeir rita. Svo er enn í þessari bók Þórbergs, og gætu þau orð Thoreaus, sem hér í upphafi er vitnað til, vel staðið sem motto yfir flestum hans bókum. Fyrir mér er þetta hin orðskrúðslausa og einlæga saga bernsku hans, sem viturlega hefur verið geymd til þeirra ára, þegar hringur lífsins er farinn að þrengjast og bernskan stendur fyrir augum gamals manns — aðeins í seilingarfjarlægð- Enga bók hef ég lesið, þar sem ekstatisku lifi hins vaknandi barnshugar er betur lýst, af meiri innlifun, teprulausari einlægni og dýpri nærfærni. Suðursveit er alheimur þessarar sögu og Hali miðdepill hans. Gátan, sem við er glímt, 99/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.