Birtingur - 01.01.1957, Síða 118

Birtingur - 01.01.1957, Síða 118
er sjálf lífsgátan, tími og eilífð, líf og dauði. Speki bókarinnar er falin bak við barnslegar spurningar og barnsleg svör, en alvara hennar aldrei án kímni. Gátan er ráðin á þann hátt, sem hún nokkru sinni ræðst, í djúphugulli spurningu drenghnokkans í bókarlok:,,.... ef atburðir eru til í ókomna tímanum, á ð u r en þeir gerast á jörðinni, er það þá nokkuð ólíklegt, að atburðir haldi áfram að vera til í gamla tímanum, e f t i r a ð þeir hafa gerzt á jörðinni". Má vera að orðin, er lýsa hugrenningum drengsins, þar sem hann situr klofvega á baðstofumæninum við athuganir sínar á náttúrunni, geti átt nokkurt erindi til þeirra, sem ekki finna yndi bókarinnar eða sýnist ýmsu ofaukið á blöðum hennar: „. . . . Það er allt annað að góna á vindský en góna á stein, þó að hann sé furðulegur. Á vindský góna allir, og það getur verið gagnlegt upp á allt, sem getur fokið. En á stein gónir enginn nema ég, og það kemur engum að notum. Þess vegna verð ég hlægilegur. En það verður enginn hlægilegur fyrir að góna á ský, af því að það getur verið gagnlegt, og það er ekki kallað að góna, heldur að horfa“. Þetta er viturt, í ætt við Lao-tse. Bókin er náttúru-mystik. Hafi Þórbergur þökk fyrir þessa bók. Bjarnarnesi, 25. marz. Undir mynd af David Hume á blaðsíðu 35 í 3. hefti Birtings 1956 átti að standa: Myndin er birt með leyfi The Board of Trustees for the National Galleries of Scotland- Harpan er búin til söngs. Jóhann Hjálmarsson: Aungull í tímann. Ljóð. 62 bls. — Reykjavík 1956. Þessi bráðungi höfundur hefur hlotið einskært hrós fyrir ljóð sín, og sannarlega á hann gott skilið — í stuttu máli: drengurinn er skáld. Um það er ekki að sakast þótt hann standi undir augljósum áhrifum annarra skálda, einkum hinna ungu; hitt er fyrir mestu að hann skilar fegurð, hefur til að bera þá skáldlegu skynjun sem er upphaf og forsenda listsköpunar. Enn eru ungir menn að gefa út ljóðabækur, þar sem eigi vottar fyrir skáldlegri upplifun né listrænni túlkun; það er þegar frá öndverðu ljóst að þeir koma aldrei til með að verða skáld, hvernig sem þeir kosta sér til. En ef Jóhann Hjálmarsson verður ekki hugþekkt skáld þegar fram líða stundir, þá bregzt honum eitthvað annað en gáfan. Ljóðin eru flest stutt, aðaltraust þeirra er myndin; og svo sem jafnan er um stutt lýrísk Ijóð er höfuðvandi skáldsins sá að taka hvorki of grunnt né djúpt í árinni — spurningin er þessi: hvenær er ég búinn að segja alveg mátulega mikið? er ekki þessu ofaukið? vantar hér ekki eitthvað í? Það er næsta fágætt að unglingi auðnist að sigla svo milli skers og báru á sónarsæ sem Jóhanni Hjálmarssyni hefur tekizt. Ég nefni t. d. ljóðin Söknuð, Um okkur tvö, Er landið vaknar, Ljóð án nafns, Barn, Við skulum stíga dans, Þrá mín og þín, Eitt kvöld í vor, Bláa land, Dóminn — allt saman ljóð sem sómdu sér bærilega hvar á landi 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.