Birtingur - 01.06.1959, Síða 8

Birtingur - 01.06.1959, Síða 8
að Íslendíngar hugsa sér mánann karlkyns; hann máninn, en í suður- löndum er hann kvenkyns. García Lorca hugsar sér oft mánann sem konu, t. d. í ljóðinu Romance de la luna luna. Hún þ. e. la luna: máninn, sýnir blygðunarlaus tinbrjóst sín í kvæðinu, hvernig væri hægt að þýða þetta ljóð á íslensku? En við vorum að ræða um tákn í ljóðum Quasimodos en ekki Lorca. Quasimodo sækir maigt í hinar fornu sögur Rómverja og Grikkja. Fyrir koma nöfn eins og Alfeios og Arethusa, Orfeus og Eury- dike og fl. Einnig hefur Biblían haft mikil áhrif á hann, hann hefur m. a. þýtt Jóhannesarguðspjallið á ítölsku. Ekki má gleyma því að Quasimodo er einn mesti Ijóðaþýðandi lands síns, hefur hann einkum þýtt forna gríska Ijóðlist og rómverska, m. a. úrvalskafla úr Odysseifskviðu og kvæði eftir Virgilius. Hann hefur einnig þýtt mörg verk eftir Shakespeare og nútímahöfunda eins og Lorca og Neruda. Það rná því með sanni segja að Quasimodo sé lært skáld eins og Eliot, en lærdómurinn kemur mjög ólíkt fram í verkum þeirra. Eliot er sífellt að flagga lærdómi sínum frammi fyrir veslíngs lesendunum, sem vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið, hann treður inn í Ijóð sín tilvitnunum úr hebresku og ýmsum áttum. (Ath. Þetta er ekki sagt til að varpa neinni rýrð á hið mikla skáld. Ég skal verða seinastur til þess). Quasimodo lætur sér oftast nægja ítölskuna sína. I þessu sambandi má minna á að Quasimodo er mjög í nöp við Eliot og þegar sá síðarnefndi var mest dýrkaður í Evrópu, þá deildi Quasimodo á hann, sérstaklega fyrir skoðanir hans á Dante. Quasimodo álítur Dante hafa verið pólitískt baráttuskáld síns tíma, en Eliot lítur á hann af kaþólskum sjónarhóli. Quasimodo hefur verið sagður lærisveinn Dantes og einginn vafi er á að hann hefur orðið fyrir töluverðum áhrifum frá Dante. Quasimodo heldur oft fyrirlestra um þennan landa sinn. Óhætt er að fullyrða að Salvatore Quasimodo sé eitt af mestu skáldum okkar tíma. Hann flytur okkur boðskap um frið og bræðralag, öllum er hollt að hlíta leiðsögn hans. Þegar kvöldið ber okkur ilminn frá appel- sínutrjánum á Sikiley minnumst við orða skáldsins og finnum skyld- leika þeirra við fullþroska ávextina. Við samníngu þessarar greinar hef ég einkum stuðst við ritgerð Arne Lundgrens um Quasimodo. Arne Lundgren hefur þýtt mörg af ljóðum Quasimodos á sænsku. Komu þau út í bók árið 1957 og ritar þýðandinn ítarlegan formála að bókinni. 4 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.