Birtingur - 01.06.1959, Side 61

Birtingur - 01.06.1959, Side 61
— Láttu liana hafa það sem þú átt og við skulum koma okkur af stað. Þau flýttu sér svo mikið út að maðurinn í fatageymslunni starði undr- andi á eftir þeim. Gatan hvarf út í myrkrið. Nóttin gleypti strjál götu- Ijósin. Þau gengu hratt hlið við hlið, þegjandi. Pietrek ætlaði að taka utan um Agniesku en hún ýtti honum frá sér. — Hvað gengur að þér? hrópaði hann. Hún stansaði og horfði fast framan í hann. Hann varð að loka aug- unum. — Pietrek, hvíslaði hún. — Já. — Hvernig leið þér í fyrsta sinn sem þú svafst hjá stúlku? — Ég fann til ákveðinnar gleði. — Að vera orðinn kax-lmaður. Hann hló þui-rlega. — Þar ertu á villigötum, sagði hann — því ég átti það aldrei á hættu að verða kvenmaður. — Til hvers erurn við eiginlega að fara þangað? — Við getum vel snúið við. Hann sá á svip hennar að hún hikaði andartak. — Nei, sagði hún. — Við skulurn koma. Ég vildi bara fá að vita þetta. Énn gengu þau þegjandi. Þegar þau fói-u hjá götuljósi fléttuðust skugg- ar þeirra saman og runnu burt til hliðar. Kettir breimuðu á húsþök- unum. Agnieska bi-osti háðskt. Kulið kom skiúðandi neðan frá Wislu en henni fannst svo mollulegt að hún hneppti efsta blússuhnappinn frá. — Þetta er í fyrsta sinn eftir að ég kom úr fangelsinu, sagði Pietrek snögglega. — Hvað? — Þetta með þig núna. — Virkilega? sagði hún fjarhuga. — Já. Raunverulegt frelsi fæst ekki alveg undireins. — Er langt enn? spurði hún eftir stundarþögn. — Nei, við erum að verða komin. Nokkur skref. Hundi’að meti’ar. Fimmtíu metrar. Tíu. Nú erum við komin! Þau fóru inn í undirgang og upp dimman stiga; einhvers staðar hátt yfir þeim sat ósýnilegur köttur mjálmandi. Agniesku fannst hún skyndi- lega verða að drepa hann. 1 stigaganginum var lykt af þvotti, súi’káli, steiktum kartöflum og allt í einu datt Agniesku í hug: „Þetta hefur komið fyrir mig einhvern tíma áður. Þetta hefur allt gerst áður. Þessi stigí, kötturinn. .. . “ Maður kom niður stigann og horfði fast á þau; Birtingur 57

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.