Birtingur - 01.12.1961, Side 9

Birtingur - 01.12.1961, Side 9
Thor Vilhjálmsson Hvað eru tímabær leikrit, — og leikhús sem fylgist með tímanum, hvernig fer það að? Þegar hinn sænski metsöluhöf- undur Vilhelm Moberg skrifar leikrit um einhverja gamla kellingu forríka sem læt- ur einhvern prakkara hafa af sér fé og það voðalegasta er að prakkarinn reynist vera af ætt konungs sem kvað vera mesti heiðursmaður sjálfur og vísindamaður, þá gengur allt af göflunum, og menn skipt- ast í flokka þar í landi út af þessum held- ur andlausa höfundi. Enginn hefði kippt sér upp hefði ungi maðurinn ekki verið prins og allir vitað við hverja var átt. Moberg notar leikhúsið þarna til að þrengja sér inn í umræður manna og hóa til sín áhorfendaskara með persónulegum hneykslimálum undir yfirskini þjóðfélags- ádeilu. Iíann stundar ekki til þess að vekja umhugsun um hin dýpri rök og rekja að rót meinsemdanna, ranginda og ofbeldis. Hann þykist vera að berjast fyrir réttlæti, en barátta hans er of bundin fyrirbrigðum dægranna sem öðlast ekki almennt gildi í meðferð hans, kom- ast ekki út úr einangrun almanaksins og adressubókarinnar. Verk hans verða dæg- urflugur. Þegar leikritið Nashyrningurinn eftir Ionesco var sýnt um öll lönd vakti það alls staðar umhugsun um geigvænlegar hættur sem vofa yfir í samfélagi manna. Það leikrit var svo sterkt í áhrifum sín- um að menn sem höfðu allar forsendur til að vera á móti höfundinum ef þeir áttu að komast hjá að verða sjálfir nýir og betri menn en geta haldið lygum sín- um sem liöfundurinn var að berjast á móti: kusu margir þann léttari leikinn að Leikhús, sterk rödd í þjónustu lífsins Birtingui 7

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.