Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 14
í draumnum dansi dansi dúkkan mín að
það er eins og hinar fínsprottnu taugar
herpist við hið talaða orð og verði sén-
eraðar í danglinu einsog hrosstaglið þeg-
ar eitthvað heyrist dumpa á hinn kanís-
gula frostmel — þetta fínstrengjaða
taugaknippi veifast þá einsog til að láta
sem ekkert hafi skeð: heyrðist mér nokk-
ur vera að tala? Usssussu. Má ég biðja
um músíkboxið og parfýmtánkinn góða.
Þey þey, heyriði ekki þögnina.
IV.
Preludium ante post-festum: Skugga-
Sveinn: Gloria in vacuum^ vade me -cum.
Solo, sine arbiter: Kindur í kofanum
jarma.
Fyrrum tíðkaðist að leikkraftar þjóðar-
innar reyndu sig í þessu einfalda alþýðu-
leikriti, þar sem hver kynslóð leitaðist við
í þáverandi nútíð sinni með virðingu fyrir
fortíðinni að útvega framtíðargetu í
stærri verkefnum. Annarsvegar þesskon-
ar draumar um framvindu. Hinsvegar var
einsog þjóðin sæi sjálfa sig í þessum leik
enda gengu fulltrúarnir bókstaflega úr
röðum fólksins, brugðu sér frá í brauð-
stritsönninni til að leika Gvend smala og
Grasa-Guddu og rámasti bassinn var sett-
ur í að sýna þann svarta útilegumann og
þétta svip þjóðsögunnar og hneppa í efni.
öll þau börn sem fóru í fyrsta sinn í
leikhús og gátu ekki sofið fyrir Skugga-
Sveini!
Nú hefur öll þessi fyrirhöfn verið úr-
skurðuð óþörf með því að vitna í Shakes-
peare í yfirburðum kunnáttunnar: Much
ado about nothing. Þessi úrskurður gildir
um alla fyrri tilburði átaksins. Þjóðskáld-
ið, þjóðlífsmyndin, þjóðtrúarævintýrið,
samþykki áhorfenda. Allt var það fánýtt,
sagnaáráttan úrelt andspænis tónaglað-
klakkinu, orðið andspænis bofsinu.
Jólasýning Þjóðleikhússins var hámód-
erne einsog gluggasýning með rafmagns-
jólasveinum sem geta spilað tólf jólalög
meðan mannleg hljómsveit leikur fimm.
Hún bar öll einkenni síns undirbúnings-
tíma: kauptíðarinnar fyrir jólin og yfir-
gnæfði það viðhorf sem kemur fram þeg-
ar fólk pantar að hafa jólin hvít. Til að
falla ekki í þá gröf að fara að leika sam-
kvæmt hefðinni og til að hriiida frá sér
kröfunni um hefð var ekkert tækifæri ó-
notað til að upphefja greinarmun á tíma
og ótíma með söng.
Hvar voru nú öll þessi gömlu lög sem
þjóðarhjartað var að burðast með frá
því við lærðum þau börn? Hér var engin
bernska viðurkennd nema síbernska sem
kemur ekkert hjartanu við. (Heldur kem-
ur að ofan.)
Nú var nýr dagur risinn. Til að það færi
ekki framhjá neinum var brugðið á það
i’áð að leikhússtjórinn talaði við bróður
sinn í útvarpinu sem er bókmenntaráðu-
nautur hans hæfilegur og stjórnarformað-
ur auk þess að vera að embætti bók-
menntaráðunautur hjá sjálfum sér þegar
hann er sjálfs sín: Ekki vænti ég við
mættum fá lánaðan manninn úr morgun-
leikfiminni hjá yður.
Því miður gleymdi sá hljóðnemanum sín-
um í fimleikasal útvarpsins svo að það
var ekki gott að vita hvort maðurinn var
að syngja hið hugljúfa: Geng ég fram á
gnýpu, eða: Ó hve dimmt í dauðans dal.
12 Birtingur