Birtingur - 01.12.1961, Side 15

Birtingur - 01.12.1961, Side 15
En hvort sem var sungið var þetta vask- legur maður og gjörvilegur. Hann hefði sómt sér vel í sýningu þar sem einlægnin hefði ekki verið úrskurðuð púkó vegn:i þess hve annarlega hana ber í þúfnakolla- mónúment sýndarmennskunnar í þessari álfahöll hámenningar okkar við Hverfis- götu. Ánægjulegt var að sjá þjóðháttaframför- ina sem kom meðal annars fram í því að í stað þess að fara með okkur upp á gamla móðinn að leita lífgrasa á fjöllum, þá gefur oss að líta þjóðleikhúskórinn dulbúinn í pikknikk, kannski í Bolabás; ekki veit ég hvað þeir voru með í pokun- um, kannski póst. Auk þess höfðu þau með sér myndarlega dragkistu fulla af harðfiski. Þau voru svo torkennileg í háttum og búningi að ég gæti bezt trúað því að þau hafi átt að leika þarna eitt- hvert átthagafélag úr úthverfum höfuð- staðarins sem leitar á fornar slóðir til að iandvættirnir færu ekki varhluta af heimsmenningunni sem birtist í liprum söngrokum. Bardagarnir voru í stytzta lagi af nær- gætni til að hlífa kempunum við því að meiða sig á vopnum sínum. Enda leik- stjórinn sérfræðingur í vopnaburði og veit manna bezt um þá hættu sem stafar af slíkum verkfærum. Hvarvetna voru áhrifin frá hinu bjarta og góða sem ber umhyggju fyrir öllu sem lifir og útskúfar engum fyrr en í lengstu lög. Þess vegna var Skugga-Sveinn ekki gefinn upp á bátinn af hálfu stjórnarinn- ar fyrr en mátti til að fara að hætta. Áður: þegar karlinn svaf á fjöllum voru látnir sækja að honum hrafnar svartir og hræfuglar og ergja þann svarta örgum- leiða, skyldum við muna hrollinn frá þeirri martröð sem okkur var vakin þeg- ar við sáum leikinn börn. Það hefur ekki þótt nógu þjóðleikhúslegt. Nú var því brugðið til þess að láta þessar litlu fal- legu ballerínur okkar þrautreyna hvort þær gætu ekki haft góð áhrif á hið spillta innræti karlsins með lausnarmætti listar- innar. Sviðið var myrkað af miklu snar- ræði því áður höfðu hvít ský siglt um bláan himin. Litirnir voru einsog frost væri í jörðu þótt ekki væru jarðbönn enda minnir mig grasaferðin hafi verið nýafstaðin. Það var dimmt. En mátti þó grilla hið aldraða fjallaljón liggja rymj- andi á mislitum gæruskinnum. Þessar elskulegu stúlkur komu svífandi út úr helli útlaganna en áður en þær birtust liafa þær líklega reynt að gera vistlegt í hellinum því þar var allt í einu komið rautt rómantískt ljós, og nú komu þær einsog sannkallaðir ljósálfar með yndis- þokka og raffínimenti í hreyfingum allt yfir í þriðju pósisjón að svo miklu leyti sem greina mátti livað þær aðhöfðust í myrkrinu. Þótt svona bjartsýni sé lofs- verð ef svo vill sýnast þess í stað sem er, þá er ég hræddur um að gömlum íslenzk- um útilegumanni hafi verið ætlað of mik- ið og’ það er ég viss um að Skugga- Sveinn hefur ekkert áttað sig' á því hvað þetta var sem hann sá í draumnum, enda hefur hann líklega aldrei séð ballett áð- ur. Að því kom að ballerínurnar fóru að þreytast á því hvað þessi íslenzki raum- ur var ósensitívur gagnvart listinni og fóru þess vegna að pota í hann með litl- um vasaljósum á löngu skafti sem þær Birtingur 13

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.