Birtingur - 01.12.1961, Síða 27

Birtingur - 01.12.1961, Síða 27
þessar myndir guðum sínum til dýrðar og sem ákall til þeirra um að létta þeim lífs- baráttuna og milda skapadómana. Þetta má rétt vera. En sem listamaður get ég ekki séð, að listin þurfi að þjóna nokkru öðru en sínum eigin tilgangi. En tilgang- ur listarinnar er og hefur alltaf verið og mun alltaf verða fyrst og fremst sá, að fegra heiminn og mannlífið og þar með að göfga og bæta manninn. Henri Lhote hefur skrifað góða og skil- merkilega bók um þessa leiðangra sína, sem hann kallar ,,I leit að Tassíli-freskun- um, klettamálverkunum í Sahara.“ Og hef ég flestar af upplýsingum mínum í þess- ari grein úr þeirri bók. Ég hef að vísu sleppt að segja frá síðari leiðangri hans, en það er að mestu leyti endurtekning á því, sem áður er sagt. Henri Lhote og félagar hans eiga þakkir heimsins skyldar fyrir þeirra ómetanlega starf, fyrir að færa okkur þessa fornu og fjarlægu list svo að segja heim í hlað, því fæstir okkar eiga heimangengt suður til Sahara. Gera má ráð fyrir að sýning á úrvali þessara mynda fari um allan heim, og þá er vonandi að okkur íslend- ingum gefist einnig kostur á að sjá þær. Jabbaren: Peul-stúlkumar

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.