Birtingur - 01.12.1961, Side 29

Birtingur - 01.12.1961, Side 29
á Vopnasmiðju Á bardagaskipi Ó Barbara Andstyggðarböl er stríðið Hvað hefur orðið um þig I þessu regni af járni Af eldi stáli og blóði Og maðurinn sem þér ákafa ástúð sýndi Og þig örmum vafði Lifir hann enn eða er hann týndur Ó Barbara Það rignir án afláts í Brest Einsog rigndi áður fyrr En það er öðruvísi og öllu búið að spilla Það er sorgarrigning þung sem ekkert má stilla Það er jafnvel ei lengur hríðin af járni, stáli og blóði, Ekkert annað en skýin Sem einsog hundar deyja, Hundar sem hverfa burtu I regnstraumnum yfir Brest Og rotna langt í burtu Langt í burtu frá Brest Sem hvergi lengur sést. Þýð. Jón Óskar Jacques Prevert (f. 1901) er efalaust vinsælasta skáld sem nú er uppi í Frakklandi. Ljóð hans eru með léttleikablæ, ort undir frjálsum háttum og hverjum manni skiljanleg. Hann hefur mikið lært af súrrealistum, en Ijóð hans verið meira við alþýðuskap en annarra franskra skólda sem eitthváð hafa sótt í þá smiðju, en það hafa flest frönsk skáld, sem tóku að yrkja um það bil sem fyrri heimsstyrjöldin hófst eða síðar. Ljóð það eftir Prevert sem hér birtist á íslenzku, er tékið úr bók- inni Paroles (Orð), sem er kunnasta bók hans, útgefin 1946.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.