Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 32
stofnenda „creacionismans" 1918 í Paris,
en sú stefna áleit að hið mannlega og hið
hlutkennda ættu ekki að blandast í ljóð-
listina (des-humanización, des-realización
del arte), með öðrum oi’ðum ljóðlistin
ætti að vera óhlutræn (abströkt). I
stefnuskrá futurismans eftir Marinetti,
sem Thor Vilhjálmsson kallar með réttu
„furðulegt ofstopafullt plagg“ má lesa
meðal annars þessa yfirlýsingu: „Kjarni
skáldskapar okkar verða að vera hug-
rekki, kænska og uppreisn“, og Apollin-
aire, sem skrifaði 1913 sína frægu bók
um kubismann, sem málarar þessarar
stefnu samþykktu sem stefnuskrá sína,
gefur einnig ýmsar yfirlýsingar sem
varpa skærri birtu yfir hinn nýja anda:
.. Nógu lengi höfum við tignað menn-
ina, dýrin, jurtirnar og stjörnurnar; nú
er kominn tími til að sýna að við séum
þeir sem ráða.“ // Að sækjast eftir hrein-
leikanum er að lyfta eðlishvötinni úr
djúpinu, að gera listina mannlega og
manninn guðdómlegan ..// „Þó lista-
menn séu menn, mega þeir samt ekki að
öllu leyti vera mennskir." // „Án skálds-
ins og listamannsins mundu hinar æðstu
hugsjónir manna um alheiminn brátt
hrynja, sú regla, sem birtist í náttúrunni
og er aðeins niðurstaða listarinnar,
hverfa, allt mundi sökkva 1 öngþveiti . . .
Skáld og listamenn skapa í samkeppni
anda hvers tímabils og framtíðin lýtur
leiðsögn þeirra.“
Modernisminn var hógvær bylting og hin-
ar róttæku stefnur leystu hann af hólmi.
Hann var „gegn hinu og þessu“ í mann-
inum, í efninu, í forminu; róttæku stefn-
urnar voru „gegn öllu“, af dæmalausri