Birtingur - 01.12.1961, Side 34

Birtingur - 01.12.1961, Side 34
andi, og hann hleypti inn í ljóðlistina öllu því óskáldlega og óljóðræna í nútím- anum. Magnið af kveðskap ulti-aismans birtist í aragrúa af bókmenntatímaritum. Að- eins tvær eða þrjár bækur geyma nokkur kvæði í hans anda (eftir Gerardo Diego,. Antonio Espina, Gerardo de Torre). Hans er minnzt vegna einstakra tánkmynda og líkinga og vegna dirfsku sinnar. Einn aðalhvatamaður ultraismans og stofnandi bókmenntatímaritanna ,,UL- TRA“ og „TABLEROS" var Juan Rivas Panedas. Ultraisminn leið undir lok 1923. Stefn- an sem réði hann af dögum hét Neo- popularisminn og sá formælandi hennar, sem hæst ber, var Federico García LORCA. Surrealisminn (E1 Superrealismo) — „flectere si nequeo superos Acheronta movebo“ ... Milli ra ídar úr leyndardjúpi, sem hvíslar að henni „Kom þú“, og vasaklúts í fjarska sem segir við hana „Vertu sæl“ berst sálin umvafin efasemdum í áttina til nýrra daga. (Þannig brjótumst við gegnum myrkviðinn, með örlitla (svo litla?) þrá til alls og svo mikla þjáningu vitundarinnar). Ef til vill eru þau göfug, þessi örlög okkar, ef til vill er það fallegt að vita sjálfan sig luktan milli ópa draumkenndra ákalla og blaktandi kveðju fánanna í vindinum. (Antonio Espina García: Concéntrica VIII) Surrealisminn var, sem áður segir, langlífari hreyfing. Hann er arftaki Da- daismans. Dadaisminn upphóf tilviljun- ina sem æðsta lögmál og gerði uppreisn gegn ofurríki rökfræðinnar og intelekt- ualismans. Surrealisminn leggur í leit að hinum æðra raunveruleika (super-real- ismo: æðri raunveruleiki eða hlutveru- leiki) og upphefur undirvitundina gegn rökfræðinni, drauminn gegn vökunni, hið þokukennda í ríki tilfinninga og hugsana í stað þess skíra og bjarta. Surrealisminn sem kenning sótti sinn stuðning í rit Freuds og gerði tilraunir með fyrirbæri eins og ósjálfráða skrift (escritura automática) og sýnir milli draums og vöku (visión hipnagógica) á upphafsárum sínum. Surrealisminn hefur einnig rætur sínar í náskyldum stefnum eins og „magischer realismus“, „realisme nouveau" og „pitt- ura metafisica". 1 öllum þessum stefnum er þungamiðjan sú að hlutirnir eru sagðir hafa sérstaka tilveru, algerlega óháða mönnunum, og reynt er að mála þá t. d. eins og þeir eru „í sjálfu sér“, án tillits til rökfræðilegs, huglægs eða hlutlægs samhengis og án þess að þeim sé ætlað að sýna neitt ákveðið, hvorki huglægs, hlut- lægs né táknræns eðlis, og gersamlega lausa við tilfinninga- eða stemningsgildi. ... „Ilið dularfulla er hið sanna sameig- inlega hugtak, hið óþekkta er sá eini veruleiki sem við getum ákvarðað.“ // ... „Trúin á hið dularfulla sem raunveruleika lífsins ætti að vera traust sem björg.“ // ... „Að okkur skortir vissu er okkar æðsta von.“ // „Það er eitthvað villt, næstum lostakennt að standa þannig mitt 32 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.