Birtingur - 01.12.1961, Side 36

Birtingur - 01.12.1961, Side 36
og hinum sígilda kveðskap gullaldarinnar. Neopopularisminn gefur heiminum eitt- hvert bezta skáld sem Spánn hefur nokk- urn tíma átt: Federico Garcia Lorca. En neopopularisminn opnaði einnig allar leið- ir út í víðerni hreinnar ljóðlistar (poesía pura) með því að tempra ofsa hinna fyrstu byltingastefna. Lorca er óviðjafn- anlegur snillingur í anda neopopularism- ans. Margir reyndu að feta í fótspor hans, en voru ekki verkefninu vaxnir og strönd- uðu á rifi þessarar stefnu: hinum auð- keypta „folklorisma“, sem var mörgum efnilegum ungum skáldum fjötur um fót. Federico Garcia LORCA (1898—1936) þarf varla að kynna fyrir íslenzkum les- endum. Hann var fæddur í Granada, var lögfræðingur að menntun, en listhneigðin var svo sterk í honum að hann lagði gerva hönd á margt: skáld og leikritahöf- undur, málari og teiknari, píanóleikari í þjóðlegum stíl, hann ferðaðist um allan Spán með leikhópinn „La Barraca", sem hann stjórnaði sjálfur og átti drjúgan þátt í endurreisn spanskrar leiklistar á þessari öld. Hann var einnig snjall ræðu- maður. „Romancero Gitano“ (Dansljóð sígauna) er áreiðanlega bezta ljóðabók gefin út á Spáni á þessari öld. 1 henni — sé hún vandlega lesin — er þegar að finna þann leikræna anda sem átti eftir að birtast í leikritum Lorcas. Þetta var þriðja Ijóða- bók hans. Á undan voru komnar „Libro de poemas“ (Ljóðabók, 1921) og „Can- ciones“ (1927) (Söngvar). Aðeins í fyrstu bókinni er keimur af J. R. Jiménez og Ruben; í annarri bókinni er Lorca þegar orðinn það þjóðskáld sem við þekkjum. En í „Romancero Gitano“ rís hann hæst, gnæfir óumdeilanlegur, ríkir einvaldur á skáldahimninum. Fjórða bók- in, „Poema del Cante Jondo“ (Ljóð um Cante Jondo, 1931) geymir ilm af því bezta í hreinni ljóðlist, og án þess að yf- irgefa sinn þjóðlega tón (sem hann gerir aldrei til hlítar) eru ljóðin í þessari bók hlaðin stórkostlegum líkingum, tákn- myndum, og hér virðist skáldið gjörnýta möguleika hreinnar ljóðlistar (poesía pura). Á seinni árum orti Lorca einnig í anda surrealismans: „Poeta en Nueva York“ (Skáld í New York, 1935), „Nina ahogada en un pozo“ (Drukknuð í brunni), en um leið reynir hann að skorða sig við hinn klassiska bragarhátt „alejandrino", sbr. Óður til Walt Whitman, óður til Salvador Dalí, óður til hins heilaga altaris sakra- ments, og kafli úr hinum óviðjafnanlega „Llanto (Harmljóð) por Ignacio Sánchez Mejías“, um nautabanann sem Alberti orti einnig um. Hrein ljóðlist (Poesía Pura) Leysið sundur kvæðið, sviptið það skrauti rímsins bragarháttum, hrynjandi og jafnvel hugmyndum. Blásið orðin í vind og ef eitthvað kynni ennþá að verða eftir það mun vera skáldskapur. Hvað gerir það til þó að stjarnan sé fjarlæg og rósin sundurtaett? 34 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.