Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 47

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 47
hinna jákvæðu afla tilverunnar: reyna að gefa meðbræðrum sínum hugrekki og gleði og vekja þá til umhugsunar um hluti, er máli skipta í lífinu“, finnur hann að eitthvað amar að: hann er ekki „í nógu nánu sambandi við sjáflt hið stríð- andi og leitandi líf mannanna“. Um þess- ar mundir knýr hann heimþrá ásamt þeirri einmanakennd og eirðarleysi sem hann telur löngum fylgjunauta sína í líf- inu, og mér virðist ekki óeðlilegt að ætla að fyrir honum hafi vakað gagnger stefnuhvörf í ritmennskunni þegar hann hverfur heim til Islands. Hin síðari verk hans bera því vitni hversu tekizt hefur, og raunar ekki með óeðlilegum hætti. Sj álf skilningur Kristmanns Guðmunds- sonar virðist nefnilega af ævisögunni að dæma vera einhver hinn sérkennilegasti misskilningur höfundar á sjálfum sér og verki sínu sem um getur. Kristmann seg- ir sig liafa ritað Morgun lífsins sem kaldrifjað fj árgróðafyrirtæki til að afla sér frægðar og aðstöðu til að sinna há- leitari viðfangsefnum; hann heitir því að verkinu unnu að sinna ekki slíku bralli meir. Hitt dylst þó ekki lesendum að meg- ineinkennin á Morgni lífsins eru einmitt beztu höfundareinkenni Kristmanns: rík frásagnargleði og hæfileiki til að segja sögu, einfaldur sálfræðilegur skilningur og fábrotnar, stílfærðar mannlýsingar. Manni virðist af beztu bókum hans, Morgni lífsins, Helgafelli, Gyðjunni og uxanum, Lampanum, að hann hafi haft til að bera einhvern upprunalegasta sögu- mannshæfileik í íslenzkum bókmenntum í seinni tíð, en þessir kostir endast honum þó illa þegar fram í sækir. öll djúp- jskyggni er honum fjarri, honum lætur Pekki að leggast djúpt né leita hátt og ferst oftast furðu ófimlega þegar hann freistar þess. Reyfaraleg sögubrögð í sumum fyrri verka hans eru lítil lýti samanborið við væmnina sem síðar sækir í penna hans og þá ekki síður yfirborðs- legt heimspekihjalið sem mjög spillir seinni bókum hans; og er þetta hvort tveggja með öðru stórlýti á ævisögunni. Nákomið frægðartali Kristmanns og bollaleggingum um rithöfundarköllun sína er frásögn hans af viðskiptum við landa sína, en honum er sízt launung á að á íslandi hafi hann jafnan verið hrakinn, hundeltur og ofsóttur og hafi hérlendir menn miklu síður kunnað að meta list hans en erlendir. Ekki skal hér fjölyrt um frægð Kristmanns í öðrum löndum og ekki virðist hann hafa sætt vanmati hér heima hin síðari ár, a. m. k. ekki af opinberri hálfu. En fróðlegt er að kynn- ast viðhorfi hans til landa sinna og föð- urlands, bæði á hrakhólum á unglingsár- um og ekki síður er fram í sækir og frægðin er unnin. Eins og fyrri daginn varðar Kristmann það engu sem ekki er honum sjálfum nákomið, og styrjöld hans er samkvæmt því persónuleg og illvíg. Iiann segir ekki af mönnum eða málefn- um á íslandi á þeim tíma er hann hverf- ur heim til að gerast rithöfundur á ís-' lenzku að nýju, aðeins af hatursfullri ofsókn gegn einum manni frægum og mikilsvirtum annars staðar, siálfum sér. Kristmanni Guðmundssyni. Fyrr í verk- inu hefur hann birt mannskilning sinn í einni sjónhending þegar hann segir ein- Birtingur 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.