Birtingur - 01.12.1961, Síða 58

Birtingur - 01.12.1961, Síða 58
hlítandi miðlun fróðleiks um hið milda ríki í miðið. Samt lét félagið sig ekki muna um að bæta við þriðju bókinni á forlagi Heimskringlu: Byr undir vængj- um eftir Kristin E. Andrésson, forláta- útgáfu á 360 krónur eintakið. Mál og menning var stofnað til þess að gefa út góðar bækur við svo vægu verði, að fátækt fólk gæti veitt sér þær. Byr undir vængjum er ekki góð bók. Verð hennar og útgerð eru ekki miðuð við efnahag þess fólks, sem félagið á að þjóna. Því vaknar sú spurning, hverjum bókin sé ætluð. Verður reynt að svara henni í lok þessa ritdóms. Byr undir vængjum ber undirtitil: Ferða- saga frá Kína. Þetta er næsta hæpin nafn gift. Bókin er að langmestu leyti skrif- borðsverk, sem höfundur hefði getað samið án þess að stíga nokkru sinni fæti á kínverska grund. Sá hluti bókarinnar sem byggist á ferskum áhrifum, sjálf ferðasagan, er ekki rúmfrekari en það, að hann hefði hæglega getað komizt fyrir með öðru efni í einu hefti Tímaritsins, þar sem félagsmenn hefðu þá getað lesið frásögn Kristins „sér til fróðleiks og á- nægju“ á einni kvöldstund án sérstakra útgjalda. Kristinn fjallar rækilegast um þau efni sem menn þekktu einna bezt áður: land- fræði Kína og landkosti, fornmenningu og þjóðhætti, upphaf og þróun silkigerðar og teræktar, stórflóð og þurrka og annað slíkt: tínir þetta saman úr bókum eftir ýmsa höfunda og tekst dável að lýsa í megindráttum baksviði kínverska alþýðu- lýðveldisins. Er það höfuðkostur verksins. En þegar að ferðasögunni kemur, verð- ur frásögnin strax svo undarlega einhæf og snubbótt: hjónin (frú Þóra var með í förinni) koma til einhverrar borgar, for- seti menningartengslanna á staðnum fagn ar þeim vel, flytur þau í gististað í beztu hótelum þar sem þau fá allt að sex her- bergjum til umráða (frá þessu er sagt kinnroðalaust í bók sem greinir frá inn- bornu fólki, sem býr enn í hellum vegna húsnæðiseklu, bók þar sem tekið er svo til orða á einum stað: „í þessu landi er verið um annað að hugsa en íbúðir“, rétt eins og slík umhugsun væri hámark smá- borgaralegrar lágkúru), síðan hefst ferð um bæinn og umhverfi í fylgd leiðsögu- manns, talað við forstjóra og fulltrúa alls konar, farið í tehús með skipulagsstjór- um sem bregða upp svo glæsilegum fram- tíðarmyndum að einu sinni finnst Kristni sem Stjórinn hafi frekar verið að lýsa aldingarði en stórborg, og dvölinni lýkur með dýrlegri veizlu. En hið smágera líf sem lesendur eru helzt á hnotskógi eftir í ferðabókum, líf sem óvíða á byggðu bóli mun jafn auð- ugt, sérkennilegt og heillandi sem í Kína: það kemst varla að í þessari yfirlætislegu bók fyrir alls konar flokksprelátum, sern ryðja úr sér tölum eins og bókhaldsvélar. Hvað þá um tölur þessara tölvísu aldin- garðaarkitekta? Á þeim er ótrúlega lítið að græða oft og einatt, eins og þær eru eftir hafðar í þessari bók. Tökum dæmi: á bls. 57 segir frá vefnaðarverksmiðju, þar sem vinna 5800 manns, meðallaun á mánuði 58 júan (522 ísl. kr. með þáver- andi gengi), verðmæti framleiðslunnar 1958 var 84 millj. júan, stofnkostnaður fyrirtækisins 50 millj. júan, ágóði 1958 56 Birtingur

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.