Birtingur - 01.12.1961, Síða 59

Birtingur - 01.12.1961, Síða 59
var 40 millj. júan, og gekk hann mest- allur til ríkisins. Þá kemur fram að hjón með tvö börn á framfæri þurfi um 1500 júan (13.500 ísl. kr. með þáv. gengi) til ársframfæris fjölskyldunni (þar af að- eins 24 júan ársleiga fyrir tveggja her- bergja íbúð með smáeldhúsi). Samkvæmt þessu eru meðalárstekjur hvers starfs- manns 696 júan, en meðaltekjuþörf 1500 júan fyrir fjögra manna fjölskyldu. Aug- ljóst er því, að ekki geta barnmargar fjöl- skyldur lifað á slíkum tekjum, jafnvel þótt bæði hjónin ynnu fullan vinnudag úti, hvað þá ef húsbóndinn ætti einn að forsorga fjölskyldunni af tekjum sínum. Hér hlýtur því eitthvað fleira að koma til. En upplýsingar um verðlag, kaup- greiðslur í fríðu, tryggingar og annað slíkt eru svo ófullnægjandi, að maður getur með engu móti gengið úr skugga um raunveruleg lífskjör starfsfólksins. Reynum betur að lesa úr þessum töl- um: samanlögð árslaun allra starfsmanna verksmiðjunnar virðast aðeins nema 4,76% framleiðsluverðmætisins árið 1958. Framleiðsla og laun á þessum stað svara þá til þess, að íslenzlcur sjómaður drægi þorsk úr djúpi fyrir 130.347,00 kr. um ár- ið og hlyti fyrir það kr. 6.264,00 í árs- laun. Allt er þetta með miklum ólíkind- um, og- má óhætt fullyrða, að svona ódýrt getur vinnuaflið ekki verið. En vegna þess að upplýsingar skortir um hve mikið verksmiðjan greiðir starfsfólki sínu í hlunnindum, er ómögulegt að gera sér grein fyrir hve mikill hluti framleiðslu- verðmætisins renni til starfsmannahalds eða: hve vinnulaun séu stór liður í rekstr- arkostnaðinum. Af tölum þessum er enn fremur að sjá sem ríkið hafi á einu ári (1958) fengið fjóra fimmtu hluta alls stofnkostnaðar endurgreidda (ágóði 40 millj., stofnkostn- aður 50 millj.) Ja, það væri ekki amalegt að veita forstöðu fyrirtækjum eins og Vegamótum, Heimskringlu og Máli og menningu, ef rekstrargrundvöllur þeirra væri áþekkur því sem þekkist í Kína. En líklega er þetta allt saman einn stór mis- skilningur: upplýsingar eru hér engar um liði eins og hráefniskostnað, nýtingu hrá- efnis, fyrningar etc. — og mjög ófull- líomnar um kaup starfsfólks, eins og fyrr segir. Fyrir bragðið getur fróðleiksfús lesandi — þrátt fyrir 15 tölur í 20 línum — engar áreiðanlegar heimildir úr þeim lesið um rekstrargrundvöll eða afkomu fyrirtækisins. En leyfist manni að spyrja: til livers eru þá talnarunurnar birtar? Oft verður manni að brosa að því sam- blandi rómantísku og tæknidýrkunar sem veður uppi í þessari bók. Þó gerist barna- skapurinn nánast grátbroslegur, þegar ís- lenzkui- oddviti bókmenntamála stýrir penna sínum á þessa leið: „Eða skoða vél- smíði nútímans: Hvar gefur að líta meiri fegurð? Er ekki eins og bókmenntir og listir verði vanburða fálm í samanburði við þann galdur, eða hvar er tækni í skáldskap og listum á við tækni í smíði nútíma véla?“ Já, svona hugrenningar geta vakið marga stórviturlega spurningu, til dæmis: hvar er tækni í smíði (hugsandi) manna á við tækni í smíði nútíma þrýstiloftsvéla? Vissulega er hún mjög gamaldags. Og þó varð hugur Kristins (með sinni ófull- Birtingur 57

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.