Birtingur - 01.12.1961, Page 61

Birtingur - 01.12.1961, Page 61
orðið sósíalismi, en afneita hans krafti í öllu sínu hátterni. Snobbhanastél hefði hún átt að heita. E i n a r B r a g i. Forsetabókin. Bókaútgáfa Menningarsjóðs er eina for- lagið á íslandi, sem nýtur ríkisstyrks til starfsemi sinnar. Ýmsum helztu umboðs- mönnum einkaframtaksins er þessi styrk- ur þyrnir í augum; en öðrum þykir það vel til fundið, að eitt útgáfufyrirtæki með frægustu bókaþjóð í heimi skuli þó ekki þurfa að fara á vonarvöl í hvert sinn sem móti blæs á bókamarkaðnum. Þeir benda einnig á það, að hér beri nauðsyn til að gefa út bækur sem vonlaust sé að geri i blóðið sitt fyrr en eftir dúk og disk; og það sé hagkvæmt að efla eitt forlag til að koma slíkum verkum fram. Hitt er síðan annað mál, að jafnvel þeim sem eru hlynntir opinberri fjárveitingu til Bókaútgáfu Menningarsjóðs finnst sem hún haldi ekki nægilega vel á spilunum um þessar mundir. Hún gefur að sönnu út æ fleiri bækur með hverju árinu sem líð- ur; en ef við lítum til dæmis á útgáfu- bækur hennar á nýliðnu ári, þá sæta þær ekki verulegum tíðindum — Árni öla var sá rithöfundur hjá Menningarsjóði, sem almennt þótti mestur slægur í síðastliðið ár. Það er fimm manna menntamálaráð, sem velur forlagsbækur Menningarsjóðs. Einhver hefur getið þess til, að fjórir þessara fimmmenninga séu svefnþungir bókaútgefendur, en hinn fimmti hafi þeirra hagsmuna að gæta að Menningar- sjóður sé ekki verulega rismikið forlag. Þeirri hugmynd hefur líka verið hreyft, að ný nefnd tækist á hendur að velja út- gáfubækur Menningarsjóðs. Menntamála- ráð hefði þá eftir sem áður það hlutverk að útdeila námslánum og ferðastyrkj- um. Slík hugmynd verður þó væntanlega kveð- in í kútinn, enda sýndi menntamálaráð á síðasta ári — þrátt fyrir allt — meiri hugkvæmni og andlegri reisn en aðrir bókaútgefendur í landinu, er það sendi frá sér þá bók sem hér er til umræðu: Forsetabókina, í útgáfu Birgis Thorlaci- uss, siðameistara íslenzka ríkisins. Þetta er myndabók — enda er henni ætlað að „bregða upp nokkrum myndum frá emb- ættistíð tveggja fyrstu forseta íslenzka lýðveldisins“, eins og siðameistarinn seg- ir í formála. Að öðru leyti er hlutverki bókarinnar ekki lýst, enda mætti það virðast þarflaust með öllu. Það er auð- vitað sjálfsagt, að ríkisstudda forlagið gefi þjóðinni kost á að kynnast af eigin sjón, hvernig forsetar hennar ganga klæddir, hvernig þeir halda á hattinum, hvernig þeir bera sig til í viðurvist kon unga, hvernig þeir taka sig út við hliðina á erlendum kvenambassadorum, hvaða svip þeir setja upp í Vatíkaninu og hvernig þeir horfa á ljósmyndarann(!) þegar þeir eru að undirrita „fyrsta emb- ættisskjalið" sitt — eða livað vildu menn ekki gefa til að eiga ljósmynd af Jóni Sigurðssyni, þar sem hann væri að drekka heillaskál Friðriks sjöunda, svo að dærni sé nefnt? Forsetar íslands eru og hafa verið sannir þjóðarleiðtogar; og þessi bók ætti að geta leiðbeint henni um háttvísi og kurteisi og sýnt henni með ljósum Birtingur 59

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.