Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 64

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 64
Til lesenda Hér lýkur sjöunda árgangi Birtings réttum sjö árum eftir aö fyrsta hefti hans í núverandi bún- ingi kom út í febrúar 1955. Árgangarnir hafa því nákvæmlega haldið áætlun, og aldrei hefur Birt- irigur verið við betri heilsu en nú: mun stærra hefti en þetta er þegar fullsett og komið í press- una. Eins og menn sjá er árgangurinn 1961 miklu fleiri síður en ráð er fyrir gert: ljóðaheftið sem út kom snemma hausts fá kaupendur aukalega án endurgjalds. Er það reyndar ekki í fyrsta sinn sem árgangur hefur orðið stærri en við er miðað í árgjaldinu: þeir hafa verið það allir sjö, og nemur samanlögð umframútgáfa hátt í þrem heftum. Birtingur hefur algjöra sérstöðu meðal íslenzkra tímarita að því leyti, að hann hefur engan millj- ónung, engan ríkisstyrk, ekkert skipulagt lið, engaii lófaloðinn sérhagsmunahóp á að treysta. Hann hefur jafnan staðið með íslenzku þjóðinni gegn óvinum hennar innan lands og utan með þeim afleiðingum, að sum vestræn málgögn hafa naumast árætt að segja frá útkomu hans og efni (í skrifuðum orðum er honum sendur hjálmtýskur tónn í Lesbók Morgunblaðsins), en stund- um hafa dunið á honum uppsagnir úr austri af sömu sökum. Hann hefur aldrei hirt um að dekra við atómljóðafjendur, abstrakthatara né handhafa neins konar annarra átoríseraðra sjón- armiða. Við höfum aldrei haft fé til að auglýsa ritið, tíma né mannafla til að efla útbreiðslu þess. Er, það er íslendingum til sóma, að þeir hafa skilið nauðsyn þesss að til væri þó eitt frjálst tímarit á landi hér og tryggt útgáfu Birtings án eftirgangsmuna. En nú þarf að stórauka útbreiðslu Birtings. Hingað til hefur megingildi hans verið í því fólgið, að hann hefur haft áhrif á tiltölulega fámennan hóp, sem hefur áhrif á aðra. Hér eftir þarf Birtingur að komast fyrir augu a 11 r a sem áhuga hafa á íslenzkum bókmenntum, íslenzkri menningu, íslenzku þjóðfrelsi. Þess vegna skorum við á kaupendur Birtings að gera n ú þ e g a r skyndiáhlaup og sýna hug sinn til hans með því a'e útvega einn nýjan kaupanda hver í þessari viku. Er hægt að tilkynna nýja áskrifendur í síma 19933 eða skriflega til Birtings, Óðinsgötu 4. Verðlagsþróunin hefur löngum leikið okkur grátt. Við höfum alltaf þráazt við í lengstu lög að hækka árgjaldið, þó að dýrtíðarskrúfan snerist nótt og dag. Þess vegna höfum við jafnan orðið ári á eftir og stundum tveim með þá tekjuaukningu, sem til þurfti að mæta vaxandi kostnaði. Þannig hefur árgjald Birtings verið óbreytt frá 1959 þrátt fyrir gífurlega vel heppnaða viðreisn. En nú getur ekki lengur við svo búið staðið. Við ætlum þó að freistast til að hækka árgjaldið um aðeins 25 krónur í von um að velunnarar Birtings færi honum svo marga nýja kaupendur, að verulegur tekjuauki fáist einnig að þeirri leið. Við þökkum lesendum tryggð við ritið um liðna tíð og óskum þeim árs og friðar. 62 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.