Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 10
8
Eiríkur Rögnvaldsson
Sálmálfræðileg próf hafa ekki heldur gefið ótvírætt til kynna að
enskumælandi menn skynji einhver meginskil innan setningar milli
frumlags og sagnar fremur en milli sagnar og andlags (sbr. Foss &
Hakes 1978:116). En jafnvel þótt einhver rök yrðu fundin fyrir tilvist
sérstaks sagnliðar í ensku, þarf það ekki að sýna að samsvarandi liður
eigi rétt á sér í íslensku. Bæði er talsverður munur á íslensku og ensku
einmitt hvað varðar ýmsa hegðun sagna og sagnasambanda (og nægir
þar að nefna að í neitunar- og spurnarsetningum í ensku kemur hjálpar-
sögnin do til sögu3); og eins er Ijóst að sagnliðurinn getur tæpast verið
algildur í málum heimsins. Hans er vart að vænta í VSO-málum, eins
og t. d. írsku, þar sem frumlagið kemur milli sagnar og andlags; erfitt er
að ímynda sér að sögn og andlag myndi sérstakan lið undir slíkum
kringumstæðum. Schwartz (1972b:222) telur það veikja hugmyndina
um sagnlið sem sérstakan lið að ekki sé hægt að gera ráð fyrir honum
sem algildi (sjá enn fremur Höskuldur Þráinsson 1979:277).
1.2 Sagnliður í íslensku
Skiptingin í nafnlið og sagnlið hefur verið tekin upp í íslenskar
kennslubækur í generatífri setningafræði,4 Málmyndunarfrœði Jóns
Gunnarssonar (1973) og íslenska málfrœði Kristjáns Árnasonar (1980),
án mikils rökstuðnings. Kristján færir engin rök fyrir skiptingunni, en
rök Jóns (1973:22-23) fyrir því að sögn og andlög myndi sérstakan lið
eru þau, að í stað þeirra sé hægt að setja eina sögn án þess að setninga-
gerðin breytist (það er reyndar dálítið óljóst hvað átt er við með því).
í setningunni Skyttan kálaði refnum sé þannig hægt að setja söng í stað
kálaði refnum. Jón setur síðan fram þá reglu (1973:22), að sé hægt að
setja eitt orð í stað orðarunu án þess að gerð setningarinnar breytist, þá
sé orðarunan setningarhluti; annars ekki. Hann bendir á að í stað
3 Sbr. Andrews (1982:430): „Perhaps the fact that English has evidence for VP
is related to the fact that its major inversion rule, Subject-Auxiliary Inversion, does
not move main verbs.“
4 Skiptingin er ekki heldur ný í íslensku; þannig segir Bjarni Jónsson (1893:6):
„Þetta tvennt, frumlag og sögn, eru aðalpartar eiginlegrar málsgreinar ... Nú má
auka annaðhvort eða hvorttveggja ...“ Bjarni gefur síðan tólf dæmi um „aukna
sögn“ (1893:6-7); þar eru á ferðum sagnir með andlögum, sagnfyllingum, forsetn-
ingar- og atviksliðum. Og Jakob Jóh. Smári (1920:5) segir, eftir að hafa gert grein
fyrir frumlagi og umsögn: „í raun réttri má telja hverja setningu samsetta af þess-
um tveim hlutum einum ...“