Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 14
12
Eiríkur Rögnvaldsson
þá sagnliðurinn einstakur, því að svona er ekki hægt að fara með aðra
liði, eins og (9)—(11) sýna:
(9) a [Ni Menn sem ég þekki] heilsa mér [Ai mjög oft]
b *Það heilsa mér [Ai mjög [Ni menn sem ég þekki] oft]
(10) a [Ni Ýmsir] töluðu [P] við mig]
b *Það töluðu [Fi við [Ni ýmsir] mig]
(11) a [Ni Margir ættingjar] heimsóttu [Ni gömlu konuna]
b *Það heimsóttu [N] gömlu [N) margir ættingjar] konuna]
í öllum þessum setningum getur frumlagið staðið bæði fyrir framan og
aftan liðinn sem það er fært inn í. Hins vegar má það ekki standa inni í
honum, og samræmist það (3)c. Ef við viljum enn halda í sagnliðinn
neyðumst við því til að segja að (3)c hafi ekkert gildi við ákvörðun
setningarliða.
Ég legg því til AÐ HINUM HEFÐBUNDNA SAGNLIÐ SÉ HAFNAÐ, Og lið-
gerðarregla setninga verði (til bráðabirgða) sett upp eins og (12) sýnir:
(12) S -» N1 so (Nl) (Nl) (Al)*6
Þessi regla þarf þó endurskoðunar við, eins og fram kemur í næsta kafla.
2.3 Hjálparsagnasambönd
Hvernig á að gera grein fyrir setningum með hjálparsagnasambönd-
um, sé sérstökum sagnlið hafnað? Einn möguleiki er að gera ráð fyrir
að allar sagnir, hjálparsagnir og aðalsögn, séu beinir stofnhlutar í setn-
ingu (sjá (13)a). Annar er að gera ráð fyrir sérstökum hjálparlið (Aux),
líkt og yfirleitt er gert í ensku og raunar er stundum haldið fram sem
algildi (sbr. Akmajian, Steele & Wasow 1979; sjá (13)b). Þriðji mögu-
leikinn er að gera ráð fyrir að fyrsta sögnin (sú sem beygist í persónum,
tölum, tíðum og háttum) sé beinn stofnhluti í setningunni, en aðrar
sagnir og fylgiliðir þeirra séu stofnhlutar í einum og sama lið (sjá (13)c).
Síðasti möguleikinn sem hér verður skoðaður er sá að fyrsta sögnin sé
beinn stofnhluti í setningunni, en sérhver síðari sögn myndi sérstakan lið
með fylgiliðum sínum (sjá (13)d):
B Stjarnan táknar, að margir atviksliðir geta verið í hverri setningu.