Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 16
14
Eiríkur Rögnvaldsson
andlagi sínu, því að þau mynda ekki einn lið; samkvæmt (13)d ætti
það liins vegar að vera hægt. Og svo er reyndar:
(16) a Jón mun hafa lesið bókina
b Lesið bókina mun Jón hafa
(17) a Hann skal geta þetta
b ?Geta þetta skal hann
Þetta útilokar alla aðra möguleika en (13)d.7 En hvers eðlis er liðurinn
sem ég hef táknað með ? í (13)c-d? Ég kem að því í 4. kafla hér á eftir;
en fyrst skulum við líta á aðra tilraun til að gera grein fyrir því sem
fram hefur komið hér á undan.
3. Hjálparliður?
3.1 Færsla sagnar inn í hjálparlið
Hér hefur komið í ljós, að sagnir í fallháttum og fylgiorð þeirra virð-
ast haga sér sem einn liður, en sagnir í persónuháttum og fylgiliðir þeirra
ekki. Ég hef hér talið að þetta sýndi, að hafna yrði hinum hefðbundna
sagnlið. En Höskuldur Þráinsson (1982, 1983) hefur stungið upp á að
gera grein fyrir þessum atriðum á annan hátt; þ. e. með því að gera ráð
fyrir sérstökum hjálparlið (Hjl), sem komi næstur á eftir frumlags-
nafnliðnum. Liðgerðarregla setninga er þá skv. Höskuldi (1982:62,
1983:7):8
(18) S -> N1 Hjl (ao) S1
Það er sem sé gert ráð fyrir að hjálparliðurinn sé alltaf til staðar, hvort
sem einhver hjálparsögn er í setningunni eða ekki. Ef hjálparsögn er
7 Þó verður að viðurkenna að ýmislegt er hér nokkuð óljóst. Samkvæmt (13)d
mætti t. d. búast við að (i) gengi, en hún er vægast sagt hæpin:
(i) ?*Hafa lesið bókina mun hann
Búast mætti við að sama gilti um (ii), en mér finnst hún þó skárri:
(ii) ??Geta lesið bókina skal hann
E. t. v. stafar þetta af því, að geta og skulu hafi meiri sjálfstæða merkingu en hafa
og munu, og fari því betur í áherslustöðunum fremst og aftast. Það er hægt að
hugsa sér að setningar eins og (i) séu slæmar af því að hafa geti ekki með nokkru
móti verið „tema“ setningarinnar, og því ekki flust fremst (sjá Eiríkur Rögnvalds-
son 1982, 5. kafli).
8 Reglan er raunar dálítið flóknari (1982:62), en þetta er það sem skiptir máli
hér.