Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 17
Sagnliðurínn í íslensku
15
fyrir hendi, er aðalsögnin kyrr undir Sl, og engu hægt að stinga þar inn
í; (19) sýnir þetta:
(19) S
N1 Hjl 'ao S1
Jón mun ekki so N1
lesa bókina
Sé hins vegar engin hjálparsögn, er hjálparliðurinn tómur í djúpgerð
setningarinnar; en síðan færist aðalsögnin inn í hann. En þegar „höfuð“
Sl, þ. e. sögnin sjálf, færist út úr honum, er gert ráð fyrir að hann
„leysist upp“, og stofnhlutar hans verði beinir stofnhlutar í aðalsetning-
unni. Þá getur frestað frumlag lent þar á milli, þar sem ekki er lengur
um að ræða færslu inn í lið (sjá nánar hjá Höskuldi 1982:60-64, 1983).
Við skulum skoða mun (20)a og b til að átta okkur betur á þessu:
(20)a S
Nl Hjl 'ao "S1
Jón e9 ekki so^'^Nl
1
Jón las ekki bókina
las bókina
3.2 Staða neitunar
Helstu rök Höskuldar fyrir þessari færslu varða stöðu ákveðinna
atviksorða, t. d. ekki. Ekki verður alltaf að standa næst á eftir fyrstu
sögn í setningu með hjálparsögn(um), en getur ekki staðið aftar, eins og
fram kemur í (21)b:
(21)a Hann hefur ekki drepið Svein
b *Hann hefur drepið Svein ekki
c Hann hefur drepið Svein
Því telur Höskuldur eðlilegt að gera ráð fyrir atviksorðaplássi næst á
eftir Hjl í liðgerðarreglunum, eins og (18) sýnir. En nú kemur aðalsögn
á undan ekki, ef engin hjálparsögn er í setningunni, eins og (20)b sýnir;
og þar sem aðalsögnin er upprunnin í SI, sem er á eftir ao. í (18),
gefur þetta til kynna að aðalsögnin hafi færst inn í Hjl, segir Höskuldur.
9 e táknar að gert er ráð fyrir tómum lið (empty node) í djúpgerð.