Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 18
16
Eiríkur Rögnvaldsson
Þessi röksemdafærsla byggist þó á því að ekki sé í raun og veru næst
á eftir fyrstu sögn í setningunni frá upphafi, en ekki fært þangað frá
öðrum stað í setningunni. En nú má færa rök að því, að merkingarleg
sérstaða ekki ráði miklu um ýmsar hömlur á stöðu þess í setningu (sjá
Eiríkur Rögnvaldsson 1982:54-55, 224-225 o. v.). Benda má á að oft
(sem Höskuldur hefur reyndar líka notað í röksemdafærslu sinni fyrir
tilvist hjálparliðar, 1982:73-75) hefur miklu frjálsari stöðu (sbr. Eiríkur
Rögnvaldsson 1982:224); berið saman (21)a-b og 22:
(22) a Hann hefur oft barið Guðmund
b Hann hefur barið Guðmund oft
Við skulum því gera ráð fyrir að ekki sé aftast í setningu í djúpgerð,
eins og önnur atviksorð (sjá Eiríkur Rögnvaldsson 1982:224), en síðan
höfum við færslureglu, sem setja má upp óformlega eitthvað á þessa
leið:
(23) Færið neitun til vinstri að fyrstu sögn
Og það vill svo til að hægt er að færa sterk rök að því að ekki sé fært á
umræddan stað, en sé þar ekki í djúpgerð. Berum saman (21) og (24):
(24) a Hann hefur engan drepið
b *Hann hefur drepið engan
c *Hann hefur drepið
Hér má sjá að sömu reglur gilda um stöðu fornafnsins enginn og at-
viksorðsins ekki í sambandi við hjálparsagnasambönd. Bæði verða að
standa næst á eftir fyrstu sögn, en geta ekki staðið aftast. Munurinn er
hins vegar sá, að það er alveg augljóst að enginn er ekki upprunnið á
þeim stað þar sem það stendur í yfirborðsgerð. Enginn er nefnilega
greinilega andlag so. drepa; það sýna bæði þolfall orðsins, svo og það
að (24)c, þar sem því er sleppt, er vond, enda krefst so. drepa andlags.
í (21) skiptir hins vegar engu máli þótt ekki sé sleppt; andlagið er fyrir
hendi eftir sem áður. En fyrst gera verður ráð fyrir færslu enginn í (24)a,
virðist eðlilegast að líta svo á að sama gildi um ekki, þar sem um merk-
ingarhliðstæðu er að ræða; við getum litið á þetta sem eina og sömu
regluna, þ. e. (23). Þetta táknar þá það, að ekki er hægt að nota stöðu
neitunarinnar í yfirborðsgerð sem rök fyrir færslu aðalsagnarinnar inn
í Hjl. Og þar með eru í raun og veru farin helstu rökin fyrir sérstökum
Hjl.