Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 19
Sagnliðurinn í íslensku
17
3.3 Munur tveggja sagnaflokka
Önnur rök sem Höskuldur Þráinsson (1983) hefur fyrir Hjl varða
mun sem hann telur vera á tveim flokkum sagna sem taka með sér
fylliliði sem innihalda sagnir í fallháttum. Annars vegar eru það „root
modals“, sagnir eins og œtla, sem hér verða nefndar a-sagnir og hins
vegar „equi“-sagnir eins og reyna, sem ég kalla hér b-sagnir. Höskuld-
ur gerir ráð fyrir að fylliliðir bæði a- og b-sagna séu setningar. Þó finnur
hann á flokkunum nokkurn mun, sem hann telur benda til þess að
fylliliðir b-sagna séu fullkomnar setningar, en fylliliðir a-sagna séu frá-
brugðnir að því leyti, að þær setningar hafi engan hjálparlið. Nú hefur
hjálparliðnum verið hafnað hér að framan; en ef hægt væri að skýra
margs konar mun þessara flokka með návist eða fjarvist slíks liðar,
mætti segja að þar væru komin rök fyrir því að gera ráð fyrir honum.
Við skulum því skoða betur, hvort munur sá sem er á flokkunum sé í
raun og veru í samræmi við það sem búast mætti við, ef gert er ráð fyrir
hjálparlið.
Fyrsta atriðið varðar munu og skulu; þær koma aldrei fyrir í fylli-
liðum a-sagna, en geta komið í fylliliðum b-sagna, eins og (25) og (26)
eiga að sýna (Höskuldur Þráinsson 1983:20):
(25) *Ég ætla að munu ekki þurfa að leita til þín oftar
(26) Ég vonast til að munu ekki þurfa að leita til þín oftar
Þessi munur er eðlilegur, segir Höskuldur, því að munu og skulu koma
bara fyrir í Hjl, og hann er ekki fyrir hendi í fylliliðum a-sagna. Til að
sanna haldleysi þessarar röksemdar þarf því að sýna fram á, að jafnvel
þótt fallist væri á hugmyndir Höskuldar um hjálparlið, væri ekki hægt
að binda munu og skulu við hann, heldur yrði líka að gera ráð fyrir
þeim í Sl. Lítum þá á (27) og (28):10
(27) a Mér virðist hann [s ekki munu vera hraustur]
b ?Mér virðist hann [s munu ekki vera hraustur]
(28) a Ég taldi hann [s ekki myndu geta þetta]
b ?*Ég taldi hann [s myndu ekki geta þetta]
10 E. t. v. mætti koma með þá mótbáru, að ekki gæti hér tilheyrt aðalsetning-
unni. En bæði er það óeðlileg merkingartúlkun, og eins er hægt að búa til setningar
eins og (i), þar sem andstæð atviksorð hljóta að tilheyra sitt hvorri setningunni:
(i) ?Ég taldi hann alltaf [s aldrei myndu geta þetta]
íslenskt mál V 2