Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 22
20
Eiríkur Rögnvaldsson
Síðan yrði tekið fram að aðeins sagnir sem væru beinir stofnhlutar í
setningu gætu staðið í persónuhætti; þar með yrðu allar sagnir í sagnlið
að standa í fallhætti. Þetta hefur þó þann augljósa ókost, að það kemur
út eins og tilviljun að sagnir geta haft með sér sörnu liði og í sömu röð,
hvort sem þær standa í persónuhætti eða fallhætti (sbr. Höskuldur Þrá-
insson 1982:78).14
Annar möguleiki er að gera ráð fyrir að hér sé einfaldlega um setn-
ingu að ræða (sbr. Andrews 1982:440).15 Liðgerðarregla setninga yrði
þá eitthvað á þessa leið:
(37) S->N1 so (|g!J)(Nl) (Al)*
Þar með verður það ekki lengur tilviljun, að sagnir geta tekið með sér
sömu liði og í sömu röð, hvort sem þær eru í persónuhætti eða fall-
hætti.16
En ýmsu þarf við þetta að bæta. Hvað verður t. d. um frumlag undir-
skipuðu setningarinnar í hjálparsagnasamböndum? Einhvern veginn
verður að losna við það, því að við fáum ekki setningar eins og (38):
(38) a *Ég hef [s ég lesið bókina]
b *Jón hefur [s Jón lesið bókina]
Við skulum fresta þessu í bili, en lítum nánar á það í 4.3.
4.2 Flokkun Höskuldar
Höskuldur Þráinsson (1983) hefur haldið því fram að gera verði mun
14 Reyndar verður ekki betur séð en Höskuldur lendi í sams konar vandræðum
með skýringu sína á mun a- og b-sagna (sjá 3.3), sem hann telur stafa af því að
a-sagnir taki með sér setningar án hjálparliðar; hann verður þá að hafa sérstaka
liðgerðarreglu fyrir slíkar setningar.
15 Hugmyndin um að allir fylliliðir með sögn í fallhætti í íslensku séu í raun
og veru setningar í djúpgerð er upprunnin hjá Andrews (1982). Hins vegar vinnur
hann innan allt annars ramma en ég (Lexical Functional Grammar, þar sem m. a.
er ekki gert ráð fyrir ummyndunum), þannig að hugmyndir okkar eru ekki nema að
litlu leyti sambærilegar. — Um svipaðar hugmyndir um enskar setningar má vísa
til Ross (1969) t. d.
16 Ég hef áður (Eiríkur Rögnvaldsson 1982:50) stungið upp á því að fylliliðir
sem innihalda sögn í fallhætti séu stofnhlutar í sagnfyllingu sem aftur sé beinn
stofnhluti í setningu. Ég hef horfið frá því að blanda sagnfyllingunni í málið, enda
staða hennar sem setningarliðar óljós (sjá Eiríkur Rögnvaldsson 1982:215).