Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 23
Sagnliðurinn í íslensku
21
á fjórum tegundum fylliliða. Hér hefur því hins vegar verið haldið fram,
að allir fylliliðir séu af sömu tegund, þ. e. S. Við skulum því líta á rök
Höskuldar fyrir aðgreiningu tegundanna fjögurra.
í fyrsta flokknum eru aðeins „true auxiliaries“, sem Höskuldur kallar
svo (1983:22), þ. e. munu og skulu. Hér að framan voru færð rök að
því að engin ástæða væri til að greina þessar tvær sagnir frá öðrum
hjálparsögnum. Önnur tegundin sem Höskuldur gerir ráð fyrir eru
„hefðbundnar“ hjálparsagnir eins og hafa og vera, svo og „epistemic
modals“ og „aspectual verbs“ eins og t. d. kunna (í möguleikamerk-
ingu), byrja o. s. frv. Þetta eru sagnir sem eru „gegndræpar“ fyrir falli
(sjá Höskuldur Þráinsson 1979:304; 1983:8-12); þ. e. það er aðal-
sögnin sem ræður falli frumlagsins, eins og (39) sýnir:
(39) *Ég\
Mig) mun vanta Penin8a
Höskuldur heldur því fram að báðar þessar tegundir sagna taki með sér
sagnliði, en ekki setningar.
í þriðju tegund Höskuldar (1983:22), „root modals“ (sem hér að
framan voru nefndar a-sagnir), eru margar hinar sömu sagnir og í öðr-
um flokki hans, en hér eru þær notaðar í annarri merkingu, og eru ekki
gegndræpar fyrir falli; við getum tekið œtla sem dæmi. í fjórða flokkn-
um eru svo svonefndar „equi“-sagnir (sem ég nefndi b-sagnir), t. d.
reyna; í 4.3 verður því lýst hvernig vanalega er gert ráð fyrir að djúp-
gerð setninga með slíkum sögnum sé.
Ég tel mig hafa sýnt fram á hér að framan, að ekki sé ástæða til að
gera setningafræðilegan mun á fyrstu og annarri tegundinni innbyrðis,
og ekki heldur á þriðju og fjórðu tegund innbyrðis. En þótt ég telji að
hægt sé að halda því til streitu að allir fylliliðir sem innihalda sagnir í
fallháttum séu setningar í djúpgerð, þá er vissulega munur á hegðun
milli fyrstu og annarrar tegundar annars vegar og þriðju og fjórðu hins
vegar; Höskuldur Þráinsson (1983) telur þann mun stafa af því að
sagnir af fyrrnefndu tegundinni taki sagnliði sem fylliliði, en sagnir af
þeirri síðarnefndu taki setningar. Við skoðum þetta í næsta kafla; hér
verður þó að benda á hegðun „almennra“ (generic) nafnhátta í þessu
sambandi. Ef fallist er á tvískiptingu Höskuldar, hlýtur að vera eðlilegra
að telja að þar sé um að ræða sagnliði (eða e. t. v. setningar án hjálpar-
liðar) heldur en fullkomnar setningar með hjálparlið í djúpgerð, t. a. m.