Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 31
INGÓLFUR PÁLMASON
Athugun á framburði nokkurra Öræfinga,
Suðursveitunga og Hornfirðinga
1. Aðfari
í ritgerðarkorni því sem hér fer á eftir verður leitast við að segja frá
framburðarkönnun sem gerð var á vegum Kennaraháskóla íslands á
árunum 1977 og ’78.* Hefur úrvinnsla þeirra gagna, sem safnað var,
dregist nokkuð úr hömlu, og er það í rauninni nú fyrst á þessu ári
(1982) að tóm hefur gefist til að kanna þau til hlítar. Var það upphaf-
lega ætlunin að taka mið af rannsóknum Björns Guðfinnssonar á fram-
burði Austur-Skaftfellinga, en niðurstöður hans birtust aðallega í Mál-
lýzkum I 1946, Mállýzkum II 1964 og í fyrirlestri hans Breytingum á
framburði og stafsetningu, sem birtist í bókarformi 1947. Þá var einnig
haft í huga að bæta úr skorti skólans á framburðardæmum, því að
fræðsla í staðbundnum framburði hefur lengi verið fastur liður í hljóð-
fræðikennslu hér við stofnunina.
Það kom í minn hlut að fara þessar ferðir ásamt Þuríði J. Kristjáns-
dóttur prófessor. Hafði ég kennt hljóðfræði við skólann í nokkur ár, en
Þuríður var kunnug í sveitum austur, var fús að leggja til bifreið í ferða-
lagið og átti auk þess forláta gott upptökutæki. Hófumst við handa með
því, að Þuríður stefndi til sín Guðjóni Jónssyni frá Fagurhólsmýri til
skrafs og ráðagerða. Þótti sumum heldur óárennilegt að kveðja dyra hjá
fólki um hábjargræðistímann og fara fram á viðtal og upplestur, án þess
þó að gera uppskátt hver hinn eiginlegi tilgangur væri með svo skrýtnu
háttalagi.
* Rétt er að það komi skýrt fram að sú könnun sem Ingólfur segir hér frá er
fyrsta skipulega tilraunin sem gerð hefur verið til að safna heimildum um fram-
burð nútímaíslensku á segulband. Sú könnun á framburði Vestur-Skaftfellinga sem
sagt er frá hér síðar í ritinu studdist að nokkru við reynslu Ingólfs og þeir rann-
sóknamenn sem þar eiga hlut að máli fengu meira að segja leyfi hans til að nota
texta sem hann hafði sett saman (sjá Viðbæti). Raunar tók Ingólfur sjálfur þátt í
annarri ferðinni sem farin var í Vestur-Skaftafellssýslu til að safna þar mállýsku-
efni. — Ritstj.