Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 33
Athugun á framburði nokkurra Örœfinga
31
um, Hestgerði, Vagnsstöðum og Borgarhöfn. Fjórtán lásu, þar á meðal
gömul kona fædd 1882. Meðalaldur þessa fólks var 62.4 ár.
2.2 Seinni ferðin
Þessi könnunarferð var farin í júlí 1978. Komum við Þuríður þá á
tvo bæi í öræfum, Skaftafell og Kvísker. Lásu 4 í Skaftafelli og 1 á
Kvískerjum (meðalaldur 54.4 ár). Höfðum við þá tekið upp á segulband
lestur 44 öræfinga og 23 Suðursveitunga. Fylgdarmaður okkar í þessari
ferð var Asdís Jóhannesdóttir kennari við Laugarnesskóla.
Nú var haldið austur í Hornafjörð og gist í Nesjaskóla. Nutum við
þar fyrirgreiðslu Rafns Eiríkssonar skólastjóra. Vorum við þarna um
kyrrt í tvo daga að undanteknum stuttum ferðum á bæi í sveitinni, þar
sem við áttum tal við fólk og söfnuðum efni. Á einum bænum taldi fólk
sig hafa þarfara að sýsla en að vera svargikkir ferðalanga af þessu tagi
og tókust þar ekki nánari kynni. Alls staðar annars var okkur vel tekið
og fór upptaka fram á þessum bæjum: Haga, Hoffelli, Lindarbakka og
Hólum. Lauk svo að 27 lásu texta okkar.1 Meðalaldur þessa fólks var
41.4 ár.
Meðalaldur hljóðhafa í sveitunum þremur var því sem hér segir:
Öræfum 43.86 ár; Suðursveit 47.52 ár; Nesjum 41.40 ár.
3. Lestraraðferðin
Þar sem tilgangur ferðarinnar var að öðrum þræði söfnun fram-
burðardæma, kom önnur könnunaraðferð en „lestraraðferðin“ vart til
greina. Ástæða er til, áður en lengra er haldið, að spyrja hversu mark-
tæk þessi aðferð sé. Þessu hefur Björn Guðfinnsson sjálfur svarað fyrir
sitt leyti. Telur hann hana vel nothæfa á unglinga á aldrinum 9-16 ára,
þar sem óvenjulegt sé að þeir breyti framburði sínum viljandi (1946:
134 o. áfr.).
Reynsla mín er sú, að þessi aðferð sé misjafnlega örugg eftir því
hvaða framburðareinkenni er verið að kanna. Hún gefur að mínum
dómi nokkuð rétta mynd af einhljóða-/tvíhljóðaframburði á undan gi,
1 Þess má geta að /iv-textinn var nokkuð breyttur frá því sem hann var í fyrri
ferðinni. Reyndi ég að færa texta BG til samfelldara máls og sauð upp úr honum
smá-frásögn. Fékk þessi nýi texti seinna heitið Sighvatur í Hvammi. Mun það heiti
ásamt heiti r/-rn-textans komið frá Höskuldi Þráinssyni prófessor. Sjá Viðbæti.