Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Qupperneq 34
32
Ingólfur Pálmason
ef til vill vegna þess, að fólk tekur ekki alltaf grannt eftir því, hvorn
framburðinn það notar í einstökum tilvikum.
Um /7-rn-framburðinn er allt öðru máli að gegna. Tel ég engan vafa
leika á því, að Skaftfellingar nota þennan framburð miklu meira í lestri
en þeim er eiginlegt í daglegu tali. Þetta sannfærðist ég um í samræðum
mínum við ýmsa af hljóðhöfum okkar í Öræfum. Orðið Árni kom
þrisvar fyrir í textanum og var í 33 skipti borið fram með rn-framburði.
Dæmin voru 132, þ. e. þrisvar sinnum 44 hljóðhafar. Þegar þetta nafn
bar á góma í samræðum, heyrðist mér undantekningarlaust viðkomandi
persóna heita Áddni. Eins tók ég eftir því, að maður um áttrætt, bú-
settur á Hofi, sagði ,jáddn“ fyrir járn, þótt hann læsi öll sautján próf-
orðin í textanum með rZ-rn-framburði. Hins vegar sagði hann „kórn-
um“, þegar hann var að sýna mér kirkjuna um morguninn. Hér virðist
því að nokkru leyti vera um lesvenju að ræða.
Þess má einnig geta, að yngsti hljóðhafi okkar, 9 ára drengur í Suður-
sveit, notaði nær eingöngu rZ-rn-framburð, en hann var ekki að fullu
læs og hafði, ef ég man rétt, lært að lesa hjá afa sínum, sem hafði nær
ómengaðan rZ-rn-framburð.2 Styður þetta lesvenjutilgátuna, þar sem
yfirleitt heyrðist ekki örla á rZ-m-framburði hjá fólki innan við tvítugt.
Þetta kemur einnig heim við það sem Guðjón frá Fagurhólsmýri
hefur tjáð mér. Hann telur, að dn-framburður (ekki rn- eða rdn-) hafi
tíðkast mjög í mannanöfnum og öðrum algengum orðum í sveitum þar
eystra í sínu ungdæmi. Þetta mun einnig vera í samræmi við athuganir
Björns Guðfinnssonar. (Sjá einnig Stefán Einarsson 1928-29:270
o. áfr.).
Þá er það spurningin: Breyta menn framburði sínum viljandi, þegar
þeir lesa í almennri könnun sem þeir vita lítið um, og hvaða ástæður
gætu legið þar að baki? Sumir kunna að ýkja staðbundin einkenni vegna
sveitarmetnaðar. 3 Hjá öðrum kynni það gagnstæða að vera uppi á ten-
ingnum. Þeir kynnu að vilja leyna sérkennum sínum vegna vanmeta-
kenndar eða af öðrum ástæðum.
Á Hofi lásu þrír bræður, allir mjög við aldur. Tveir höfðu hreinan rl-
rn-framburð, en mest bar á d«-framburði hjá þeim þriðja. Það vakti
grunsemdir mínar að hann virtist vanda mjög lestur próforðanna og
2 Þessum dreng sleppti ég í útreikningi hlutfallstalna.
3 Þessa varð ég var hjá einum hljóðhafa okkar í Nesjum. Kvað hann fólk í
Reykjavík hafa skopast að framburði sínum og hefði þetta hert sig í viðnáminu.