Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 35
Athugun á framburði nokkurra örœfinga 33
leiðrétti sig á einum stað, sagði fyrst „karl“ en breytti því síðan í
„kaddl“. Hann hafði alist upp á Hofi á heimili foreldra sinna, sem bæði
voru ættuð úr Öræfum. Hinir bræðurnir höfðu að einhverju eða öllu
leyti alist upp hjá afa sínum og ömmu. Af hverju d/i-framburður þriðja
bróðurins stafar kann ég ekki að skýra, en geta má þess að hann hafði
dvalið utan sveitar, m. a. róið þrjár vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum.
í annað skipti var það miðaldra bóndi í Nesium, greindur vel og
athugull. Hann hafði verið í könnun Bjöms Guðfinnssonar og gekk ekki
að því gruflandi, hvað hér væri á seyði. Fræddi hann okkur strax á því
að r/-/7i-framburður væri ekki til í Nesjasveit og hefði ekki verið nú um
langt skeið. Las hann síðan textann Árni í Vogi með hreinum dn-
framburði. Orðin Sturluson og ferli las hann hins vegar með r/-fram-
burði. í úv-textanum kom fyrir orðið stjórn, og það bar hann fram með
/-//-framburði. Undantekning til að sanna regluna?4
Margt fleira en það sem hér hefur verið tínt til mætti segja um lestrar-
aðferðina, en samt held ég að niðurstaðan verði sú, að fáir menn séu
þau ólíkindatól að ekki megi taka mark á framburði þeirra á lesnum
texta. Að vísu með þeim fyrirvörum sem þegar eru nefndir og kannski
einhverjum fleiri.
4. rl-m-framburður
Eins og fram hefur komið hér á undan er meðalaldur hljóðhafa í
þessari könnun okkar allur annar en í könnunum Björns Guðfinnssonar,
þar sem langflestir af hljóðhöfum hans voru á aldrinum 10-13 ára.
Aðeins 8 einstaklingar eru í þessum aldursflokki í könnun okkar Þuríðar.
— Þar sem þessi lága tala er tæpast marktæk, mætti ef til vill að skað-
litlu auka hana með þeim hljóðhöfum okkar sem fæddir eru um og
eftir 1960 og eldri eru en 13 ára. Kemur þá fram 16 manna hópur á
aldrinum 10-17 ára. Er hér skjótt af að segja að enginn þessara ung-
linga hafði hinn minnsta vott af /7-/n-framburði, ef frá eru taldar 3
stúlkur. Sagði ein þeirra „ferli“ fyrir „ferdli“, en hinar tvær lásu „Árni“
í eitt skipti af þremur. Var í þessum tilvikum efalítið um gamla lesvenju
að ræða, sbr. 9 ára drenginn í Suðursveit, sem minnst var á í þriðja kafla
hér á undan.
4 Þess má geta að í könnun BG 1941 hafði þessi maður blandaðan rl-rn- og
rdl-rdn-framburð. Dr. Björn hefur ekki merkt við //W/i-framburð á spjaldi hans í
þeirri könnun.
íslenskt mál V 3