Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Síða 39
Athugun á framburði nokkurra örœjinga 37
Tafla 3: Heildartölur úr A-Skaftafellssýslu um ú-in-framburð.8
Hljóðhafar: rl-rn-frb.: bland. frb.: rdl-rdn-frb.:
BG* 59 24 (40.68%) 33 (55.93%) 2 ( 3.39%)
IP 94 6 ( 6.35%) 40 (42.65%) 48 (51.00%)
Ég hygg að þær tölur, sem nefndar hafa verið í þessum kafla, beri
ákveðinni þróun vitni. Birni Guðfinnssyni duldist ekki að margar mál-
lýskur á íslandi stæðu höllum fæti og það var hugsjón hans að þeim
yrði við haldið af heimamönnum á kjamasvæðum, þar til ákveðin fram-
burðarstefna væri mörkuð. Eins og kunnugt er dó dr. Björn fyrir aldur
fram og enginn varð til þess að taka upp merki hans. Það er því ekki
annað en við mátti búast að jafn áberandi og sérkennileg mállýska og
r/-rn-framburður er þyldi ekki það umrót sem einkennt hefur síðustu
áratugi ásamt sívaxandi áhrifum fjölmiðla í landinu. Að lokinni upptöku
á Fagurhólsmýri spurði ég unga stúlku að því, hvers vegna unglingarnir
legðu niður hinn fagra framburð eldra fólksins. Hún var skjót til svars,
sagði að þessi framburður væri ljótur, jafnvel hlægilegur.
Síðan skólaganga jókst og samgöngur hófust að marki um þessar
fyrrum einangruðu sveitir, dvelur unga fólkið oft langtímum saman
fjarri heimabyggðinni. Þetta ásamt öðru hefur flýtt fyrir því að rl-rn-
framburður má nú heita útdauður á íslandi.
5. Einhljóðaframburður á undan gi
Eins og kunnugt er hafa sérhljóðin a, e, i, o, u, ö tvíhljóðast á undan
gi víðast hvar á landinu á þann hátt sem hér er sýnt:
(1) a > aí o > oí
e > eí u > uí
i >ií ö > öí
Dæmi: lagi verður „læjji“, hugi verður „hujji“, bogi verður „bojji“
svo að dæmi séu nefnd.
í Skaftafellssýslu og nærsveitum hafa einhljóðin haldið sér að meira
* Sjá Mállýzkur II, bls. 71.
8 Af þeim 40, sem hér eru taldir blendingshljóðhafar, höfðu 10 næstum hreinan
rdl-rdn-íramburS (1 rl-rn : 16 rdl-rdn).