Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 44
42
Ingólfur Pálmason
Hier ist das h ein gutturaler „ach-Laut“ und wird von dem folgen-
den v durch die an zwei verschiedenen Stellen nach einander statt-
findende Engenbildung deutlich getrennt; in der Regel wird dann
das v bilabial ausgesprochen, selten labiodental wie das gewöhn-
liche v, und náhert sich mehr als dieses dem Vocal n.10
Þetta v-hljóð er því „sjaldan tannvaramælt“ að áliti Björns M. Ólsen.
Óskar Ó. Halldórsson virðist þó enn ákveðnari í skoðunum. í óprent-
aðri ritgerð til fyrrihlutaprófs í íslenskum fræðum eftir Óskar segir svo:
Víða á Fljótsdalshéraði bera menn hv fram [xv]: hvað [xva:ð]. Á
eftir [x] kemur hér tannvaramælt hljóð [v], myndað þannig, að
neðri vör leggst upp að efri framtönnum. Kringing verður engin,
nema á eftir fari kringt sérhljóð. Mér virðist þessi framburður
ólíkur kringda framburðinum [xw], enda er hljóðmyndunin önnur.11
Við getum látið það liggja milli hluta, hvort samband þessara tveggja
afbrigða /zv-framburðar sé eins einfalt og Óskar vill vera láta. Það sem
mestu máli skiptir er það, að hér er tekið meira af um útbreiðslu [xv]-
afbrigðisins en tíðkast í ritum um íslenska hljóðfræði. Hvorki Stefán
Einarsson í Beitráge (1927) né Jón Ófeigsson í Trœk (1920-24) geta
þessa afbrigðis, að því er ég best fæ séð, og ekki minnist Árni Böðvars-
son á það, nema þá óbeint, í Hljóðfrœði sinni 1953. Telur hann, eins og
áðurnefndir fræðimenn og reyndar Björn Guðfinnsson líka, aðalteg-
undir úv-framburðar vera tvær, nefnilega [x] og [xw], þótt hann geri að
vísu ráð fyrir fleiri afbrigðum (gr. 167, bls. 80). í Hljóðfrœði sinni 1975
minnist Árni hins vegar á afbrigðið [xv] í neðanmálsgrein á bls. 73. —
Sama máli gegnir um Hrein Benediktsson (1961-62) og Gunnar Karls-
son (1965). Þeir minnast hvorugur á þetta afbrigði.
10 Óskar heitinn Halldórsson, dósent við Háskóla fslands, vakti athygli mína á
þessum stað.
11 Óskar Ó. Halldórsson 1955:22. (Ártal vantar, en Óskar tjáði mér að ritgerðin
væri samin 1955. Hann leyfði mér góðfúslega að vitna í þessi orð.)
Hafa verður í huga, að Óskar Ó. Halldórsson var Austfirðingur, fæddur að Kó-
reksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá 1921. Hann sótti á sínum tíma námskeið í hljóð-
fræði hjá Birni Guðfinnssyni og fékk ungur áhuga á framburðarmálum. Munu fáir
sem þekktu Óskar draga í efa að þau ummæli, sem hér er vitnað til, séu byggð á
traustri athugun. Sjálfur ræddi ég nokkrum sinnum við Óskar, meðan ég vann að
rannsókninni, og ritgerð mína sá hann í handriti. Þótti mér mikill fengur að ræða
við Óskar um /iv-framburð og þróun hans.