Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Síða 50
48
Ingólfur Pálmason
8. Lokaorð
Að lyktum vil ég færa prófessor Höskuldi Þráinssyni þakkir fyrir
margvíslega uppörvun og aðstoð við úrvinnslu þessara gagna. Hann bjó
mér m. a. í hendur greiningarblöðin sem ég notaði við hlustunina og
flestar töflur mínar eru reistar á.
Kennaraháskóli íslands hefur greitt götu mína á allan hátt í þessu
amstri mínu og kann ég honum þakkir fyrir.
Þá hefur Helgi Hálfdanarson lesið yfir handrit af ritgerðinni. Á ég
honum margar góðar ábendingar að þakka.
VIÐBÆTIR
Textar sem voru notaðir:
Árni í Vogi
Á ofanverðri sautjándu öld bjó sá maður að Vogi á Mýrum, er Árni hét Sturlu-
son. Hann var forn í skapi en karlmenni hið mesta og fullhugi. Var hann hniginn
að aldri er saga þessi gerðist. Kerlingu sína hafði Árni misst fyrir eigi alllöngu og
bjó hann við ráðskonu, er þótti í meira lagi glysgjörn og eyðslusöm. Var það hald
sumra að Árni legðist á hugi við konu þessa. Þetta líkaði börnum hans miður vel
og höfðu mjög horn í síðu bústýru. Töldu þau hana standa í vegi fyrir því að faðir
þeirra brygði búi, en hér komu lögin þeim að engu haldi.
Daginn fyrir Þorláksmessu bjóst karl til ferðar. Skipaði hann svo fyrir að dag
hvern skyldi reka kýrnar að tjörn einni undir hvolnum bak við bæinn og brynna
þeim úti, hvernig sem stæði á veðri. Heimafólk skyldi ekki vera á ferli að næturlagi
og eigi láta sér bilt við verða, þó að traðk nokkurt og undirgangur heyrðist skammt
frá bænum. Útidyrnar skyldu og harðlæstar vera; mundi þá enginn bagi af hljótast.
„Og hygg ég að fá ráð dugi, ef þetta kemur ekki að haldi.“
(Þessi texti var notaður í báðum ferðunum 1977 og ’78.)
Texti Björns Guðfinnssonar
Hann hvatti mig til að hverfa á brott héðan. — Þessi hver er leirhver. — Kisa
varð hvöss á brún og hvæsti, þegar hún sá hvutta. — Hann spurði, hvort þeir væru
komnir í hvarf. — Hestinum varð hverft við, þegar hann heyrði þetta kynlega hvás
eða hvæs, enda var hann hvumpinn að eðlisfari. — Hví ferðu ekki úr hvundags-
fötunum? — Fyrsta gráthviðan var mikil, næsta hviðan minni. — Heitir þetta hvoll
eða hváll? — Hann hváði, af því að þú hvíslaðir svo lágt. — Hvorugur drengjanna
vissi, að engjablettir eru sums staðar kallaðir hvæmur. — Hún er hvimleið, af því
að hún er svo hvefsin og orðhvöss. — Þessi hvolpur er réttnefndur búrhvolpur. —
Hann er hvikull. — Hvíldu þig í hvömmunum, þar sem hvönnin vex. — Hann var
hvítur sem hveiti. — Þeir hvöttu hann til að halda áfram og hvika ekki, en hvatn-