Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 55
KRISTJÁN ÁRNASON
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
0. Inngangur
í þessari grein er ætlunin að gera tilraun í þá átt að bera nýlega kenn-
ingu í hljóðkerfisfræði, sem á ensku nefnist „metrical phonology“, að
íslensku efni. Þessi kenning hefur einkum verið notuð á ýmis fyrirbrigði
er tengjast áherslu, og er ætlunin að athuga hvernig gengur að gera
grein fyrir orðáherslu í íslensku með aðstoð þessa kenningakerfis.
Hvað varðar lýsingu á áherslumynstri íslenskunnar hef ég stuðst
mjög við kafla í bók Jóhannesar L. L. Jóhannssonar, Nokkrar sögulegar
athuganir (1924), þar sem hann setur fram, að því er mér sýnist, býsna
góða lýsingu á hrynjandi orða í nútímamáli. í langflestum tilvikum geri
ég skoðanir Jóhannesar að mínum, enda þótt ég sé honum ekki sam-
mála í öllum smáatriðum.
Niðurstaðan er í sem stystu máli sú, að hægt er að gera grein fyrir
hrynjandi íslenskra orða með því að gera ráð fyrir því að atkvæði raði
sér saman á „tré“, sem minna á tré sem notuð eru til að lýsa stofnhluta-
gerð setninga. Fyrsta atkvæði er alltaf sterkast, en önnur atkvæði geta
borið aukaáherslu samkvæmt tiltölulega einföldum reglum. Annars
vegar fá atkvæði aukaáherslu samkvæmt reglu sem styrkir annað hvert
atkvæði (að slepptu fyrsta atkvæðinu), en einnig bera fyrstu atkvæði
síðari liða samsettra orða aukaáherslu nema þau veiklist vegna þess að
þau standa næst á eftir fyrsta áhersluatkvæðinu (þ. e. þegar fyrri sam-
setningarliðurinn er einkvæður). Þessar reglur gera það að verkum að á
eftir fyrsta atkvæðinu skiptast gjarna á veik og sterk atkvæði. Þetta
mynstur er brotið við tilteknar vel skilgreindar aðstæður í samsettum
orðum, þ. e. a. s. þegar fyrri samsetningarliður er þríkvæður. Þá styrkist
ekki þriðja atkvæði fyrri samsetningarliðarins, vegna þes að atkvæðið
á eftir hefur „meðfæddan styrk“.
1. Áhersla
í ritum um íslenska hljóðfræði er venjulega gert ráð fyrir því að ein-