Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 56
54 Krístján Árnason
föld regla gildi um áherslu orða í íslensku. í ósamsettum orðurn er
aðaláherslan talin falla á fyrsta atkvæðið og aukaáhersla á þriðja at-
kvæði og annað hvert atkvæði frá því (sbr. t. a. m. Kristján Árnason
1980:44 o. áfr., Björn Guðfinnsson 1946:75). Þannig fá orð eins og
almanak og klósettið áherslumynstur sem lýsa má svo (' táknar aðal-
áherslu, , aukaáherslu): 'alman,ak, 'klósettjð.
Ýmsir hlutir í sambandi við áherslu eru þó óljósir bæði frá almennu
sjónarmiði og að því er varðar eðli hennar í íslensku. Hljóðfræðingum
hefur reynst furðu erfitt að „mæla“ áherslu, þannig að hægt sé að finna
eina mælanlega stærð sem samsvari áherslunni algjörlega. Menn hafa
látið sér detta í hug að fleiri en ein hljóðfræðileg stærð geti samsvarað
áherslunni, og sumir hafa haldið því fram að áhersla sem málfræðilegt
hugtak sé alls ekki mælanleg með hljóðfræðilegum mælitækjum. Meðal
þeirra hluta sem nefndir hafa verið sem hljóðfræðilegar samsvaranir
áherslu eru styrkur, lengd og tónn (sbr. t. a. m. Lehiste 1970:106-142).
Áhersluatkvæði eru gjarna lengri en áherslulaus, og í sumum málum
þykjast menn geta bent á kerfisbundnar breytingar á grunntóni radd-
bandanna eða breytingar á áreynslu sem tengja má við áherslu.
Ekki virðist geta leikið á því neinn vafi að í íslensku er náið samband
milli áherslu og lengdar. Það er í áhersluatkvæðum sem lengdarreglan
svokallaða gildir, þannig að sérhljóð í áhersluatkvæði eru löng, ef eitt
eða ekkert samhljóð fer á eftir (sbr. t. a. m. Kristján Árnason 1980:140
o. áfr. og Hreinn Benediktsson 1963). Einnig má gera ráð fyrir því að
munur á aukaáherslu og aðaláherslu hafi áhrif á lengd sérhljóða. Það
er t. a. m. mjög algengt að í framburði verði miðsérhljóðið í orðum eins
og klósettið, hjólinu mun veikara eða ógreinilegra en hin sérhljóðin,
þannig að stundum er framburðurinn þannig að lýsa mætti með hljóð-
ritun eins og [khbu(:)stiþ] og []Du(:)lnY]. Það er því líklegt að að því
megi komast með hljóðfræðilegum mælingum að lengd sérhljóða (og
e. t. v. samhljóða líka) sé í beinu hlutfalli við áherslustyrkinn.1 Hér er
verðugt verkefni fyrir áhugasaman hljóðfræðing, en hingað til hafa
hljóðfræðingar e. t. v. gefið helsti lítinn gaum að þeim áhrifum sem
1 Þessi dæmi sýna raunar að samspil lengdarreglunnar og áherslunnar er all-
flókið. Eins og hljóðritunin sýnir er sérhljóð fyrsta atkvæðisins þarna líklega ýmist
stutt eða langt. E. t. v. má segja að þegar borið er fram með stuttu sérhljóði sé
lengdarreglunni beitt (aftur?) eftir brottfall miðsérhljóðsins. (Þessa athugasemd, og
raunar fleiri, á ég að þakka Eiríki Rögnvaldssyni, sem las þessa grein í uppkasti.)