Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 59
57
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
í þríkvæðum orðum vantar að sjálfsögðu síðasta veika atkvæðið. Það
mætti því lýsa hrynjandi ein- til ferkvæðra orða með einfaldri formúlu
(hér táknar S aðaláherslu, s aukaáherslu og v áhersluleysi):
(1) S(v(s(v)))
Svigarnir tákna að ekki séu allir liðirnir formaðir nema orðið hafi nógu
mörg atkvæði til þess að fylla þá. Mörg fimmkvæð og sexkvæð orð falla
einnig undir eðlilega framlengingu á þessari formúlu: 'alman,akann,a,
'rabba,bara,grautur, þannig að líklegt virðist að framlengja megi for-
múluna í það óendanlega.
Við nánari athugun kemur þó í ljós, að til eru undantekningar frá því
að á skiptist sterk og veik atkvæði samkvæmt þessari einföldu reglu.
Jóhannes nefnir (1924:60) að orð eins og höfðingjavald fá hrynjandina
'höfðingja,vald (Jóhannes telur raunar að síðasta atkvæðið hafi hér fulla
áherslu). Ef formúlunni væri fylgt út í æsar hefði mátt búast við 'höfð-
ingj,avald, en slík hrynjandi virðist fullkomlega óeðlileg. Önnur dæmi
um svipaða hrynjandi eru: 'forustu,sauður, 'drottningar,innar og 'fram-
sóknar,maður. í þessum dæmum virðast standa tvö veik atkvæði í röð.
En það er athyglisvert (eins og Jóhannes bendir á 1924:61), að ef hinir
þríkvæðu fyrri liðir í þessum orðum standa einir sér, án viðbótarinnar,
virðast þau falla að mynstrinu: 'höfðingj,a, forust,u, drottning,ar, 'Fram-
sókn,ar.
Það getur verið fróðlegt í þessu sambandi að athuga hegðun orðanna
í kveðskap. Við tökum t. a. m. eftir því að síðasta atkvæðið í fram-
sóknar getur staðið aftast í stýfðu vísuorði og rímað á móti orðum eins
og par:
(2) 1 Ætlar nú þetta auma par
upp í ból til framsóknar
(Höfundur óskar ekki að láta nafns síns getið.)
Þetta má túlka þannig að það bendi til þess að síðasta atkvæðið í þrí-
kvæðum orðum sé tiltölulega sterkt. Annað hliðstætt dæmi er að finna
í kvæði Matthíasar Jochumssonar, Jólin 1881:
(2)2 Þessa hátíð gefur okkur Guð,
Guð, hann skapar allan lífsfögnwí
(íslenskt ljóðasafn III, bls. 30).