Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 62
60
Kristján Arnason
(5)
hest ur
Þótt margir hafi orðið til þess að fagna þeirri hugmynd að tákna inn-
byrðis styrkleikahlutföll atkvæða á þennan hátt, hafa ýmsir þættir í
greiningu LP eins og henni er lýst í ofannefndri grein frá 1977 þótt orka
tvímælis og stundum leiða til óþarfa flækju. Meðal þess sem gagnrýnt
hefur verið í kerfi LP er það að þeir telja sig hafa, auk hríslnanna, þörf
fyrir sérstakan þátt sem skiptir atkvæðum eða sérhljóðum í tvennt,
áherslusérhljóð [+ stress] og áherslulaus sérhljóð [—stress]. Giegerich
(1981a:27, 1983:27) og Selkirk (1980) telja bæði að þessi þáttur sé
óþarfur og að hægt sé að gera grein fyrir þeim hlutum, sem LP nota
þáttinn til að lýsa, með öðrum meðulum. Selkirk (1980:564-5) ræðir
t. a. m. um muninn sem er á áherslu seinna atkvæðisins í ensku orðunum
modest og gymnast, sem bæði hafa aðaláherslu á fyrra atkvæðinu en eru
ólík að því leyti að seinna atkvæðið í gymnast er talið hafa aukaáherslu
en hins vegar ekki seinna atkvæðið í modest. Þessu lýsa LP þannig að í
báðum þessum orðum sé fyrra atkvæðið sterkt, en aukaáherslan stafi af
því að seinna atkvæðið í gymnast hafi þáttin [ + stress], en samsvarandi
atkvæði í modest sé merkt [— stress]:
(6) A
s v
modest gymnast
+ — + +
Þessu vill Selkirk (1980) lýsa þannig að munurinn á styrk seinni atkvæð-
anna stafi af því að í gymnast myndi seinna atkvæðið það sem hún
kallar „foot“ á ensku (þetta mætti kalla áherslufót á íslensku), en hins
vegar ekki seinna atkvæðið í modest. Hugsanleg skilgreining á áherslu-
fæti væri þá eitthvað í áttina við þetta: i.ágmarkseining sem borið
getur áherslu. Svo má virðast að þessi vandamál komi okkur ekki
beinlínis við, því ekki fer neinum sögum af ósamsettum tvíkvæðum orð-
um í íslensku með áherslu á fyrra atkvæði sem hafa missterk síðari
atkvæði. Við munum þó sjá að hugsanlegt er að einhver greinarmunur
á milli atkvæða sem mynda áherslufót og atkvæða sem ekki gera það
geti komið að einhverjum notum í íslensku.