Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 63
61
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
Það má sem sé segja að kenningin gangi út á það að lýsa hljóðkerfis-
legri byggingu mála með aðstoð trjáa sem minna mjög á þær hríslu-
myndir sem tíðkast hafa í setningarfræði. Það er raunar engin ný bóla
að rannsaka hljóðkerfislega byggingu með aðstoð trjáa sem gera grein
fyrir venslum hljóðkerfislegra eininga. Slíkum aðferðum hefur áður
verið beitt, t. a. m. af Sigurd (1955), Fudge (1969), Anderson og Jones
(1974, 1977) o. fl. En önnur samlíking við setningafræði, sem liggur
beint við í svona líkani af hljóðkerfinu, er sú að gera ráð fyrir baklægri
hljóðgerð, sem hugsanlega geti orðið fyrir hljóðkerfislegum „ummynd-
unum“ sem skilgreini hljóðkerfislega yfirborðsgerð, þótt raunar sé það
heldur ekki nýjung. Hefðbundin formgerðarstefna, og ekki síður gen-
eratíf hljóðfræði, gera ráð fyrir baklægum formum sem á stundum
geta orðið býsna ólík yfirborðsmyndum eða „hljóðfræðilegri gerð“.
Hins vegar eru þær röksemdir sem eru notaðar fyrir „sértækum“ bak-
lægum formum t. a. m. í hefðbundinni generatífri málfræði oftast nær
merkingarlegs eða beygingarlegs eðlis. (Dæmi um slíka röksemdafærslu
er að finna í grein Eiríks Rögnvaldssonar (1981) um M-hljóðvarp.) Rétt-
lætingin fyrir baklægum formum er sú að reyna að finna samnefnara
fyrir alla allómorfa tiltekinna merkingarbærra eininga (morfema). Hug-
myndin um baklæg tré, sem síðan verða fyrir hljóðkerfislegum um-
myndunum, er dálítið annars eðlis. Hér er gert ráð fyrir því að tiltekin
hljóðkerfisleg lögmál, e. t. v. að einhverju leyti algild, ráði því hvernig
tungumál byggir upp hljóðkerfiseiningar eins og (hljóðkerfislegt) orð og
atkvæði. Einnig er því oft haldið fram að skipta megi atkvæðinu frekar
niður í stofnhluta, eins og upphaf eða stuðul (á ensku onset) og rím
(e. rhyme). Stuðull atkvæðisins er þá allt sem er fyrir framan sérhljóðið,
en rímið sérhljóðið og það sem á eftir því fer:
(7) atkv.
/ \
stuðull rim
\ X
fl-on
atkv.
X \
stuðull r.
\
sp-on
nm
Atkvæði eins og spón og flón hafa sama rím (ríma saman) en ólíka
stuðla. í þessar einingar er síðan raðað hinum einstöku hljóðum sam-
kvæmt tilteknum reglum, sem eru sérstakar fyrir hvert mál. í vissum
tilvikum er síðan gert ráð fyrir því að þörf sé fyrir „lagfæringar“ á
samböndum sem raða sér saman samkvæmt þeim stofnhlutareglum sem