Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 65
Ahersla og hrynjandi í íslenskum orðum 63
Sú mynd sem fæst út úr þessu kemur býsna vel heim við hugmyndir
Jóhannesar L.L. (1924) um það að aukaáherslan á þriðja atkvæði sé
veikari en áherslan á fyrsta atkvæðinu. Þó að það sé merkt sem sterkt
gagnvart næsta atkvæði á eftir, er það veikara en fyrsta atkvæðið, þar
sem það er partur af lið sem er veikur gagnvart tveim næstu atkvæðum
á undan. Munurinn á öðru atkvæði og þriðja atkvæði má svo segja að
sé fólginn í því að þótt bæði hafi fyrir ofan sig eitt v og eitt s, sé fyrra
atkvæðið veikara vegna þess að það er „undirgefið“ undir annað at-
kvæði næst á undan. Þriðja atkvæðið er ekki „undirgefið“ undir neitt
annað atkvæði, heldur sterkari aðilinn í lið, sem sem heild er veikur
gagnvart öðrum tvíkvæðum lið. Hríslumyndirnar í (9) koma því heim
við það sem virðist vera yfirborðshrynjandi viðkomandi orða, en eins
og við sáum leyfir hugsanagangurinn í þessu greiningarkerfi okkur að
hugleiða þann möguleika að e. t. v. sé baklæg gerð eitthvað öðruvísi. En
áður en við snúum okkur að frekari vangaveltum um þetta skulum við
líta á einkvæð og þríkvæð orð.
LP fjalla lítið um einkvæð orð í ensku nema sem þátttakendur í
stærri samböndum. Sé hins vegar litið á einkvæð orð ein og sér og velt
vöngum yfir orðáherslunni á þessu eina atkvæði, sjáum við að kenn-
ingin lendir í hálfgerðri mótsögn við sjálfa sig. Gert er ráð fyrir því að
áhersla á atkvæði í orði sé einungis skilgreind þannig að atkvæði sé
sterkt í hlutfalli við annað atkvæði sem við hlið þess stendur. En í ein-
kvæðum orðum eins og hús er bara eitt atkvæði, og hvernig getur þá
þetta eina atkvæði verið sterkt (eða veikt) ef það hefur ekkert systur-
atkvæði sem það getur „ráðið yfir“ (eða „gefið sig undir“)? Giegerich
(1980) stingur upp á því að leysa þetta á einfaldan hátt með því að gera
ráð fyrir því að einkvæð orð (einstæð áhersluatkvæði) fái skilgreindan
styrk á sitt eina atkvæði með því að þau hafi við hlið sér „tóma veika
systur“, eða „þögult slag“ (silent beat), sem ekki sé fyllt nema þegar
atkvæðið tekur þátt í stærri samböndum, og þá gangi gjarna eitthvert
atkvæði inn í þetta auða pláss. í grein sinni frá 1980 fjallar Giegerich
einkum um hrynjandi lengri sambanda en orða í ensku. Þar gerir hann
ráð fyrir því að þegar einkvætt orð eins og John stendur á undan orði
sem hefst á áherslulitlu (þ. e. veiku) atkvæði eins og í John apologized,
geti veika atkvæðið í apologized tekið tóma sætið sem fylgir John. Bak-
læg gerð gæti þá orðið eins og (10)a, en yfirborðsgerð eins og (10)b
(Giegerich 1980:198):