Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 67
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
sem hefur alveg sömu hrynjandi og brjóstahöld:
65
04) /\
■ s
v
brjóst-a-höld-0
Samkvæmt þessu ætti að lýsa áherslunni í einkvæðum liðum eins og
Jón og bús með svona trjám:
bús 0
Jón 0
Þegar þetta eina sterka atkvæði gengur í sambönd leitar það eftir „veikri
systur“. í samböndum eins og búsáhöld gengst ö-ið undir þetta „ok“.
Að baki (13) liggur „baklægt form“ í áttina við: bús-0-á-höld, sem fær
rétta hrynjandi samkvæmt „hljóðkerfislegri ummyndun“ sem gerir
fyrsta atkvæðið í síðari samsetningarliðnum háð fyrsta atkvæði orðsins,
hliðstætt því sem gerist í Jón á Hóli í (11).
3.2 Styrking
Eins og fram hefur komið, gerir Jóhannes L. L. Jóhannesson (1924)
ráð fyrir því að þríkvæð orð hafi öll aukaáherslu á þriðja atkvæði. Við
sáum að þriðja atkvæðið í orðum eins og Framsóknar og drottningar
getur rímað á móti par, og við sáum einnig að Matthías Jochumsson
gengur svo langt að láta -uð í líjsfögnuð ríma á móti Guð. Jóhannes
gerir líka ráð fyrir því að þegar þriðja atkvæðið er fyrsta (e. t. v. eina)
atkvæði síðari samsetningarliðar, hafi það sterkari áherslu en önnur
þriðju atkvæði, og telur jafnvel að það hafi stundum fulla áherslu eins
og áður var nefnt.
Það er sem sé greinilegt að þriðja atkvæðið hefur tilhneigingu til þess
að verða sterkara en annað atkvæði, en við höfum líka séð að til eru
undantekningar frá þessu. Það kemur fyrir að þriðju atkvæði missa
aukaáherslu sína og næsta atkvæði á eftir verði sterkt, eins og í 'drottn-
ingardnnar og 'Framsóknar,maður. Þetta gerist hins vegar ekki í orðurn
eins og 'forða,búrinu, 'fata,búðinni. Hér virðist hrynjandi eins og 'forða-
búrfnu og 'fatabúðfnni vera óeðlileg. Þetta sýnir að gera þarf greinar-
mun á þriðja atkvæðinu í drottningar og forðabúr, eins og Jóhannes L.
íslenskt mál V 5