Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 71
(24)
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
69
s
v
/\
/\
S V V S V
drottningarinnar
Hér kemur sterkt atkvæði á eftir -ar, þannig að engin styrking á sér
stað.
Það sem er athyglisvert við þetta er það að ekki virðist ástæða til að
gera ráð fyrir að einkvæð leif greinis hafi þennan meðfædda styrk,
því eins og við sáum verður styrking á þriðja atkvæðinu í drottningarn-
ar, og í samræmi við það myndum við gera ráð fyrir því að baklæg
gerð sé eins og sú sem lýst er í (21) hér að framan, og styrking breyti
því í (22).
Þessi klofningur milli einkvæðs og tvíkvæðs greinis er athyglisverður.
Einingar eins og vald og mað- í maður, sem komið geta fram sem
áhersluatkvæði í sérstökum orðum, eru sterkari en hreinar endingar
eins og -ar. Giegerich (1981b) gerir ráð fyrir því að til sé hljóðkerfisleg
eining sem hann kallar mot (eftir franska orðinu yfir ,,orð“) og stingur
upp á því í lok greinar sinnar (1981b:95) að sú regla gildi að hver þess-
ara eininga verði að hafa að minnsta kosti eitt sterkt atkvæði og veikan
lið sér við hlið. Ef um er að ræða einkvætt „mot“, hefur það bygging-
una:
0
Hann bendir á skyldleika þessa hugtaks síns við það sem Selkirk (1980)
kallar foot og við höfum kallað Xherslufót, þ. e. a. s. þetta er eining
sem nægir til þess að skilgreina styrk á atkvæði. Ef við beitum þessu á
íslenskuna, þá getum við sagt að vald, maður og tvíkvæði greinirinn
-innar myndi „áherslufót“, en hins vegar ekki hin einkvæða leif greinis-
ins -nar. Og samkvæmt þessu hafa vald, maður og -innar sterk atkvæði
í baklægri gerð, eins og lýst er í (23) og (24).4 Það virðist því eins og
4 Hvorugt þessara hugtaka „mot“ eða áherslufótur er í rauninni ýkja vel
grundað. Þau eru fundin upp til þess að nefna hljóðkerfislega flokka sem ekki