Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 73
71
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
sem „baklægur styrkur“ fyrra atkvæðis greinisins lendir á þriðja at-
kvæði. Ef við hugsum okkur að baklæg gerð fyrir þetta form sé eins og
sýnt er í (26), er ekki þörf fyrir neinar ummyndanir:
(26)
s v
/\ /\
s V S V
bókar- innar
Aftur á móti verður einhvers konar árekstur þegar tvíkvæður greinir
tengist einkvæðum stofni, eins og í bókinni, sýkinnar. Hér virðist yfir-
borðshrynjandin vera 'bókinn,i, 'sýkinn,ar. Það er t. a. m. eðlilegra að
láta -ar í sýkinnar ríma á móti t. a. m. þar en að láta -innar ríma á móti
minnar. Ef við gerum ráð fyrir því hér sem fyrr að tvíkvæður greinir
myndi áherslufót, þannig að fyrra atkvæði hans hafi meðfæddan styrk,
og að bók sé einkvæður áherslufótur, væri hér útlit fyrir að tvö sterk
atkvæði kæmu hlið við hlið eins og í enska dæminu thirteen men. í
enska dæminu er áreksturinn fólginn í því að áhersluatkvæðið í thirteen
kemur næst á undan öðru áhersluatkvæði. Honum er forðað með því
að veikla þetta atkvæði og styrkja það næsta á undan, og þar með fæst
víxlhrynjandi. í bókinni er greinilega eitthvað svipað á ferðinni. Fyrra
atkvæðið í greininum, sem við höfum séð að hefur einhvern „baklægan
styrk“ veiklast þegar það stendur næst öðru sterku atkvæði. Ýmsum
leiðum hefur verið beitt til þess að gera grein fyrir þessari veiklun á
sterku atkvæði í námunda við annað sterkt. Giegerich (1980) notfærir
sér hugmynd sína um tómt veikt atkvæði og setur fram reglu sem hann
kallar „Defooting“ og er í því fólgin að gera baklæg áhersluatkvæði að
veikum systrum sterkra atkvæða í einkvæðum fótum. Hægt er að lýsa
þessari „ummyndun“ á eftirfarandi hátt með aðstoð trjáa:
(27)
s/\ /\
s V S V
0
/\
S V
Ef við hugsum okkur að baklæg gerð fyrir bókinni væri eins og lýst er í
(28) (þ. e. a. s. við gerum ráð fyrir því að þarna tengist saman tveir
áherslufætur, annar einkvæður með tóma systur sér við hlið, og hinn
tvíkvæður):