Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 75
73
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
Þessi form falla að formgerðarlýsingunni í (27) og eiga því að gangast
undir veiklun og gefa:
(32) a
/\ /\
S V S V
land-bún-að 0
w w
S V S V
sam- visk-a 0
Það er að segja, hin baklægu sterku atkvæði, bún- og visk- gerast „veik-
ar systur“ sterku atkvæðanna á undan, og víxlhrynjandi kemur fram.
3.4 Eðli víxlhrynjandinnar í íslenskum orðum
Eftir að hafa lýst lauslega tveimur reglum eða hljóðkerfislegum um-
myndunum er rétt að staldra ögn við og athuga hvar við stöndum.
Segja má að þessar tvær reglur, ásamt hríslumyndum sem gera grein
fyrir styrkleikavenslum milli atkvæða, dugi býsna vel til þess að útskýra
þá tilhneigingu sem íslenskan hefur til þess að hafa víxl milli sterkra
og veikra atkvæða. Annars vegar er regla sem styrkir veik atkvæði þegar
útlit er fyrir runur af veikum atkvæðum án nokkurrar hrynjandi, og hins
vegar er um að ræða veiklun á sterku atkvæði þegar það kemur næst á
eftir öðru sterku. Sem sé: málið forðast tvö sterk atkvæði í röð og leyfir
ekki þrjú veik atkvæði í röð. Það er hins vegar athyglisvert að leyfilegt
er að hafa tvö veik atkvæði milli tveggja sterkra, eins og í höfðingjavald.
Hrynjandi orðanna er sem sé í grundvellinum Svsv ... (5: aðaláhersla,
s: aukaáhersla), en leyfilegt frávik er: Svvs . . . Með því að gera greinar-
mun á styrkingu veiks atkvæðis og veiklun sterks á þann hátt sem að
ofan er lýst kemur það af sjálfu sér að þessi undantekning frá víxl-
hrynjandi er leyfileg. Styrking veiks atkvæðis fer einungis fram ef ekkert
sterkt atkvæði stendur við hlið þess.
3.5 Einkvæðir liðir í samsetningum
Einn er sá hópur samsettra orða sem bíður þess að um hann sé
fjallað, en það eru samsett orð eins og fiskjars, þinghús, grábrók, þar
sem standa tvö atkvæði sem bæði eru sterk að upplagi. Innan þess kerfis
sem hér er stuðst við er eðlilegt að segja að baklæg gerð sé eins og lýst
er í (33);