Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 76
74
Kristján Arnason
(33) a
/\ /\
S V S V
fisk 0 fars 0
/X /X
S V S V
þing 0 liús 0
S V S V
grá 0 brók 0
Þessi orð telur Jóhannes L. L. að hafi einfaldlega sama áherslumynstur
og önnur tvíkvæð orð, þ. e. að síðara atkvæðið sé áherslulaust, en bætir
þó við: „. . . þó virðist síðari hluti slíkra orða ofurlítið þyngri en flestar
endingar eru, en um þann mun er sjaldnast hirt“ (1924:59).
Eins og við sjáum falla þessi form að formgerðarlýsingu veiklunar
(27), og ef við beitum henni yrði útkoman líklega eftirfarandi:
(34) a
s v
/X /X
S V S V
fiskfars 0 0
/X /X
S V S V
þinghús 0 0
c
/X /X
S V S V
grábrók 0 0
Það sem hér er athugavert er að tvi
orðum. Ef þessi sambönd tengjast
tómu básar einfaldlega út, þannig
(35) a b
S V S V
fiskfars þinghús
síðustu liðirnir eru tómir í þessum
ki fleiri atkvæðum þurrkast þessir
niðurstaðan verður:
grábrók
Ef hins vegar yrði bætt við einu atkvæði, eins og t. a. m. í fiskfarsi,
þinghúsi, grábrókar, fæst fylling í annan básinn og fram er komin sama
bygging og í ungbarnið (sbr. (30)). Og ef fjórða atkvæðinu er bætt við
fyllast báðir básarnir eins og t. a. m. í þinghúsinu, fiskfarsinu.
Þessi greining kemur heim við lýsingu Jóhannesar (1924) að því leyti
að yfirborðshrynjandin í fiskfars yrði sú sama og í hestur. En eins og
við sáum telur Jóhannes ekki afdráttarlaust að síðara atkvæðið í fisk-
fars sé jafnáherslulítið og endingin í hestur, og ég er ekki frá því að
það sé nokkuð algengt að þetta atkvæði hafi einhverja aukaáherslu. Það
er þó ljóst, að orð eins og mars og mús eiga erfitt með að ríma á móti
fars og hús í fiskfars og þinghús. Þetta gerist ekki nema samsettu orðin
séu eins og slitin í sundur og fars og hús fái fulla áherslu. Þegar orðin
eru borin fram í einu lagi, verður síðara atkvæðið greinilega mun veik-