Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 77
75
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
ara en það fyrra. Það er hins vegar hægt að hugsa sér, að þegar síðara
atkvæðið er tiltölulega sterkt, sé það vegna þess að veiklun hefur ekki
verið látin orka á samböndin í (33). Með öðrum orðum, hægt er að
hugsa sér að veiklun sé valfrjáls hvað varðar þessi form. Og það er
einmitt algeng skoðun að hljóðkerfislegar ummyndanir eins og þær sem
hér hefur verið lýst séu gjarna valfrjálsar eða háðar ytri aðstæðum eins
og talhraða og stíl (sbr. t. a. m. Giegerich 1980:188, 200). Þegar orð
eins og þinghús og fiskfars eru slitin í sundur eins og minnst var á, má
hugsa sér að 0 merkin í (33) standi fyrir mörkin eða götin sem verða
milli samsetningarliðanna tveggja, þegar þannig er borið fram.
3.6 Fleirsamsett orð
Frá orðmyndunarlegu sjónarmiði er tvennt til um uppbyggingu þrí-
samsettra orða. Annars vegar eru til sambönd eins og þinghússhurð og
Leirvogsá, þar sem tvö fyrri atkvæðin mynda samsett orð, sem síðan
gengur í samband við eitt atkvæði til viðbótar. Lýsa má lauslega bak-
lægri gerð þessara orða með hornklofum á þessa leið: [AB]C. Hins
vegar eru líka til orð eins og fiskmatsmann, fiskúrgang, þar sem tvö
síðari atkvæðin mynda orðmyndunarlega eina heild gagnvart fyrsta at-
kvæðinu: A[BC]. í báðum þessum gerðum virðist koma fram tilhneiging
til víxlhrynjandi, og ég treysti mér ekki til þess að dæma um það hvort
einhver munur er þar á. Það virðist auðvelt að gera grein fyrir hrynjandi
þessara orða með þeim aðferðum sem hér hefur verið lýst. Hægt er að
hugsa sér tvö „lög“ í afleiðslunni, þannig að fyrst komi til veiklun og
orki á sambandið sem stendur í sviganum:
(36)
S V /\ /X /\
S V S V s V
þing 0 hús 0 —^ þinghús
s V A S V S V /\ S V
Leir 0 vog 0 —* Leirvog