Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 79
Áhersla og hrynjandi í íslenskum orðum
77
4. Niðurstaða
Markmið þessarar greinar var að leggja drög að heildstæðri lýsingu
á orðáherslu í íslensku og gera grein fyrir þeirri tilhneigingu sem þar
kemur fram til víxlhrynjandi. Það kemur í ljós, að það fræðakerfi sem
er að þróast í hljóðkerfisfræði og nefnt hefur verið „metrical phono-
logy“ eða hrynjandishljóðfræði fellur vel að aðstæðum íslenskunnar.
Með því að skilgreina hugtakið áherslufótur í íslensku sem minnstu
einingu þar sem hægt er að skilgreina orðáherslu, og gera ráð fyrir
tveimur hljóðkerfislegum „ummyndunum“, styrkingu og veiklun, er
hægt að gera grein fyrir hrynjandi allra þeirra orða sem hér eru tekin
til meðferðar. Styrking gefur veiku atkvæði sem ekki „styðst við“ ann-
að sterkt atkvæði aukinn styrk og framkallar víxlhrynjandi í þríkvæðum
orðum eins og 'drottning,ar, 'dómarj og 'kallað,i. Hins vegar er svo
gert ráð fyrir því að á orð eins og ungbarnið og stresstaska orki veikl-
un, sem gerir fyrra atkvæðið í seinni samsetningarliðnum að veikri
systur fyrsta atkvæðisins og styrkir um leið þriðja atkvæðið. Þetta gerist
þegar fyrri liður samsetts orðs er einkvæður áherslufótur, þ. e. atkvæði
sem eitt sér getur tekið áherslu. Einkvæðir áherslufætur fá skilgreinda á
sig áherslu með þeirri aðferð sem Giegerich (1980) stingur upp á, að
gera ráð fyrir „tómri veikri systur“ við hlið áhersluatkvæðisins. Þessi
tóma veika systir myndar eins konar bás, sem atkvæði falla inn í þegar
þessi einkvæði fótur tekur þátt í samböndum. Hugtakið áherslufótur
kemur líka að notum þegar gera á grein fyrir hrynjandi orða eins og
'höfðingja,vald og 'drottningarjnnar, þar sem hrynjandin er þannig að
tvö veik atkvæði standa milli tveggja sterkra. Hér er gert ráð fyrir því
að ekki verði nein styrking á þriðja atkvæðinu þegar áherslufótur kemur
á eftir því. í orðum eins og 'drottning,arnar verður hins vegar styrking,
þar sem einungis seinna atkvæði greinisins stendur eftir. í orðum eins
°g þinghús á, samkvæmt formgerðarskilgreiningu veiklunar, að verða
veiklun á síðara atkvæðinu, og verður það gjarna. Það er hins vegar
gert ráð fyrir því að veiklun sé hér valfrjáls, þannig að oft séu orð af
þessu tagi borin fram með býsna sterkri áherslu á seinna atkvæðinu. En
það er einmitt gert ráð fyrir því að hljóðkerfislegar ummyndanir eins og
þær sem hér er stungið upp á geti verið valfrjálsar.