Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 83
KRISTJÁN ÁRNASON og HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
Um málfar Vestur-Skaftfellinga
0. Inngangfur
Undanfarin ár hafa höfundar þessarar ritgerðar unnið að rannsókna-
verkefni sem hefur hlotið vinnuheitið Rannsókn á íslensku nútímamáli
(RÍN). Þessari rannsókn er ætlað að ná til alls landsins í fyllingu tímans.
Efni hefur verið safnað á segulbönd með viðtölum við fólk á ýmsum
aldri og er áætlað að þeirri söfnunarvinnu verði lokið í árslok 1985. Við
höfum stefnt að því að ræða við að jafnaði um 100 manns í hverri sýslu
þannig að mjög gróft áætlað má gera ráð fyrir að könnunin muni ná til
um 2500 manna áður en þessari efnissöfnun lýkur.
Það liggur auðvitað í augum uppi að tveir einstaklingar gætu harla
litlu áorkað í þessu efni nema þá á mjög löngum tíma. í fyrsta lagi er
söfnun efnisins og úrvinnsla þess gífurleg vinna. Það er líka svo að við
höfum kannski fyrst og fremst verið verkstjórar í þessari könnun. Að
söfnun og úrvinnslu þess efnis sem hér er gerð grein fyrir hafa mest
unnið auk okkar þau Ásta Svavarsdóttir, Veturliði Óskarsson, Þórunn
Blöndal, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Sigurður Konráðsson, Jón
Aðalsteinn Jónsson og Ingólfur Pálmason. Auk þeirra hafa unnið að
ýmsum þátturn rannsóknaverkefnisins, einkum efnissöfnun, þau Eiríkur
Rögnvaldsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Sigurður
Jónsson, Sigrún Þorgeirsdóttir, Zophonías Torfason, Sigrún Oddsdóttir,
Tómas Einarsson, Þóra Björk Hjartardóttir, Jón Baldvin Halldórsson,
Hjörtur Þráinsson, Sigríður Magnúsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Enn
eru þó ótaldir þeir sem hafa veitt okkur margvíslega fyrirgreiðslu víða
um land, einkum skólastjórar á ýmsum stöðum. Þeirra verður ekki allra
getið hér, en þó verður að nefna að skólastjórarnir á Kirkjubæjarklaustri
og í Víkurskóla tóku okkur með mikilli vinsemd á vordögum 1981 og
leyfðu okkur að trufla kennslu nemendanna.
í öðru lagi er ljúft og skylt að geta þess að við höfum fengið ýmiss
konar fjárstuðning til að greiða laun aðstoðarmanna, ferðakostnað,
segulbandsspólur, tölvuvinnslu o. fl. Þar munar mest um myndarlega
styrki frá Vísindasjóði. Rannsóknasjóður Háskólans hefur líka styrkt
íslcnskt mál V 6